<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 13, 2006

Var það bíla-Helga eða bilaða-Helga?

Ég get bilast þegar ég sé svokallaðar Jeppa-Kellingar. Held að þetta sé stofn sem mætti alveg útrýma. Þið vitið alveg hvaða týpu ég er að tala um. Ég fór um helgina og keypti mér sjoppufæði í bílalúginni á Aktu Taktu. Á meðan ég var að bíða eftir matnum mínum þá labbar kona út úr markaði Senu og áður en hún sest upp í jeppann sinn, þá lítur hún á mig og ég vissi um leið að þetta væri Jeppa-Kelling. Viti menn, nánast um leið og hún er búin að starta, þá botnar hún bensíngjöfina þannig að ég flauta á hana og hún rétt náði að stoppa svona 5 cm frá bílnum mínum. Hún keyrir aftur inn í stæðið og bakkar svo nákvæmlega eins út aftur, aftur inní stæðið og aftur eins út og endurtók þetta nokkrum sinnum, þrátt fyrir að það væri nóg pláss sitthvoru megin við hana til að leggja nógu mikið á og þrátt fyrir að ég var búin að bakka frá lúgunni svo hún kæmist! Ég sá það að hún myndi aldrei hafa þetta af hvort sem ég væri við lúguna eða ekki, þannig að ég fór aftur að lúgunni og hún hafði þetta ekki af fyrr en ég var farin. Ég segi það og skrifa að þessi stofn mætti alveg deyja út mín vegna, þeim hefði allavegana fækkað um eina ef hún hefði bakkað á mig. Urrr....

Annars uppgötvaði ég það þegar ég hékk veik heima að ég hef ótrúlega gaman að bíla- og mótorhjólaþáttum og þá sérstaklega ef það er verið að smíða slíka gripi eða verið að gera upp. Ég hef reyndar alltaf haft gaman að mótorhjólum (og mun taka mótorhjólaprófið einn góðan veðurdag) en var frekar hissa að átta mig á því að ég hefði áhuga á bílum líka. Kannski ætti ég ekkert að vera hissa, ég hef stundum fengið stór augu þegar ég hef talað um að það hafi þurft að setja nýja spindilkúlu og fleira í þeim dúr. Þegar ég hugsa um það, þá hef ég á mínum yngri árum unnið stráka í spyrnu og svo hef ég kennt fólki að losa bílinn sinn úr snjóskafli og fleira. Þannig að... já, kannski hef ég líka verið með smá vott af bíladellu líka, even though I hate to admit it.

Annars er ég farin að sjá það að ef maður vinnur vinnu þar sem maður situr á rassgatinu allann daginn, þá er ekki nóg að laga mataræðið og fara í ræktina. Allavegana er ekkert að ganga að verða super-fit fyrir sumarið eins og planað var. Þannig að hér með óska ég eftir göngu-, hjóla- eða línuskautafélaga. Vona að smá viðbótarhreyfing sé það eina sem vantar uppá. Annars er ég að hugsa um að gerast fæðu-fasisti og taka mataræðið enn frekar í gegn. Er byrjuð að sanka að mér uppskriftum og þó svo ég hafi minnkað til muna brauðát, þá er ég að hugsa um að minnka það enn frekar (veit að ég mun aldrei geta algjörlega hætt að borða brauð) og hætta að borða hvít hrísgrjón og hvítan sykur. Þar sem ég er samt frekar nísk, ætla ég nú samt að klára pakkann sem er til heima af hvítum hrísgrjónum ;o)

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com