<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 27, 2005

Blackberry

Þá er ég komin með Blackberry. Ég hef semsagt verið valin, ásamt 5 öðrum í þjónustuverinu, til að nota og læra á Blackberry. Mjög skemmtilegt :o)

Um síðustu helgi fór ég á laugardeginum í hvataferð með OgV. og á sunnudeginum í leikhús með OgV. að sjá Alveg brillíant skilnaður. Bæði mjög svo skemmtilegt. ;o) Vonandi nær Jónki svo að koma tölvunni í lag í kvöld svo ég geti farið að koma inn myndum. Það er orðið alltof langt síðan það hefur verið hægt.

Á mánudaginn fór ég með mömmu og Helgu Dögg uppá Skólavörðuholt og gekk niður Skólavörðustíginn. Það var rosalega gaman að taka þátt í þessu þrátt fyrir að ég hafi verið pínu svekkt með að þetta var á Ingólfstorgi. Við tróðumst niðrá Ingólfstorg en entumst svo bara þar í c.a. hálftíma þar sem við heyrðum ekkert fyrir bergmáli og sáum ekkert.

Ungfrú Jákvæð kveður að sinni, er að fara á fund ;o)

|

fimmtudagur, október 20, 2005

Hvernig sjóræningi er ég?

What kind of pirate am I? You decide!
You can also view a breakdown of results or put one of these on your own page!
Brought to you by Rum and Monkey



Arrr...

|

miðvikudagur, október 19, 2005

Sudoko

Ég er officially hooked á Sudoko!

Ég er búin að vera alltaf í easy en var að prófa, og klára, medium þannig að ég er líka officially nörd ;o) hehe.

Við Jónki erum bæði lúðar. Við sofnuðum bæði í sófanum í gærkvöldi og fyrir tilviljun vaknaði ég kl. 06:56 í morgun!!!

Á laugardaginn er ég að fara í hvataferð með OgV. Ég og Gulli erum foringjar í okkar hóp þannig að við erum á fullu að plana skemmtiatriði, nafn á hópinn og heróp. Á sunnudaginn er ég svo að fara í leikhús með OgV. þannig að það er nóg að gera ;o)

Við Jónki erum alltaf öðru hvoru að skoða skóla og um daginn rakst ég á iðnaðarverkfræði í HR og verð bara að segja að mér finnst þessi braut ansi spennandi. Sérstaklega þar sem það er boðið uppá nemendaskipti í HR þannig að ég gæti tekið eitt ár erlendis :o)

Jæja, meira síðar.

Kveðja, ungfrú jákvæð ;o)

|

mánudagur, október 17, 2005

Jæja, jæja...

Þá er nú orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Ég er reyndar nánast bara búin að vinna, borða og sofa. Enda sést það líka á heimili mínu :s Ég var að reyna að byrja í morgun að taka til og þrífa en náði aðallega að taka til og setja í þvottavél. Allavegana, mér líður strax betur þar sem núna er bara skítugt en ekki skítugt og allt í drasli ;o) Ég sé það að ég þarf að virkja karlmennina á heimilinu eitthvað aðeins betur. Þeir eru reyndar búnir að vera að sjá um uppvask og ruslageymsluna en geta klárlega gert eitthvað aðeins meira :o)

Ég fór í afmælispartý hjá Helgu Dögg 8. október sem var mjög svo gaman. Nema hvað að það var ekki jafn gaman að vera skjálfandi úr þynnku í vinnunni daginn eftir. Úps :-D

Ég er semsagt búin að vera að taka crazy mikið af aukavinnu. Enda ætla ég að taka mér svona c.a. 2 vikna pásu á aukavinnu núna. Er alveg komin með grænar.

Var að lesa áðan að það er hægt að ná sér í digital lykil núna í Hveragerði en þar sem þeir eru ekki ennþá nógu ánægðir með sendistyrkinn þar þá eru þeir ekki formlega farnir að dreifa lyklinum. Er sko alveg með puttan á púlsinum á þessu ;o)

Það hefur ennþá enginn commentað um hvað ég gæti skrifað undir póstana mína annað en Tíkin. Eru allir jafn heiladauðir þessa dagana og ég? ;o)

Jæja, ætla að fara að reyna að reclame my life :-)

Au revoir.

|

sunnudagur, október 02, 2005

Er að fikta aðeins í myndasíðum...




...þannig að ég ákvað að prófa að setja inn tvær myndir hér til að hafa samanburð. Þetta eru semsagt mynd af Skottu c.a. 9 vikna og mynd af mér og Erlu frá því að Erla útskrifaðist.

|
Árshátíð, skírn, afmæli, stelpukvöld...

Laugardaginn síðasta fór ég á árshátíð Og Vodafone. Dagurinn var tekinn frekar snemma. Ég byrjaði á að fara í klippingu og litun hjá Erlu í Hveró og stússaðist svo aðeins í Hveró, brunaði svo að sækja Jónka, fórum heim að skipta um föt og fórum svo til Helgu Daggar og Ingó að hafa okkur til. Ég held við höfum verið komin þangað um 5 leytið og að sjálfsögðu var strax þá byrjað að hella í sig ;o) Við fórum svo öll saman á Klúbbinn á Stórhöfða þar sem var fyrirpartý þjónustu- og sölusviðs. Svo var komið að því að fara á árshátíðina sem var haldin í Gullhömrum í Grafarholti, sem er btw mjög flottur staður. Að sjálfsögðu voru allir orðnir vel tipsý þegar þangað var komið þannig að maður varð nú ekkert alltof mikið var við skemmtiatriðin ;o) En þetta var rosa gaman.

Á sunnudeginum fórum við svo í Hveró og fórum í skírnar-/afmælisveislu hjá Adda og Thelmu. Litli prinsinn fékk nafnið Kristinn Berg, í höfuðið á afa sínum og móðurbróðir :o)

Í gær fór ég til Thelmu. Hún var með stelpukvöld fyrir gamla vinkonuhópinn síðan úr grunnskóla. Það var ótrúlega gaman að rifja upp gamla tíma og hlæja að því hvað maður gat verið klikkaður. Vonandi gerum við þetta að reglulegum atburði.

Í næstu viku byrjar svo hjá mér brjáluð aukavinna þannig að það er ekkert víst að ég bloggi mikið næstu daga. Digital Ísland er semsagt að fara á Selfoss, Hveragerði og svæðið þar í kring (held Þorlákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri en er samt ekki alveg viss).

Ég gaf út þá yfirlýsingu í gær að á mánudaginn ætli ég að byrja aftur í átaki (þrátt fyrir að vita ekki ennþá alveg hvað ég á að gera þar sem ég má ekki lyfta, veit bara að það hlýtur að reddast) þannig að í dag fór ég í Bónus og keypti bara hollan mat þannig að nú á að taka þetta með trompi! Úff, eins gott að standa við stóru orðin! hehe ;o)

Komst að því að það virðist fara eitthvað aðeins fyrir brjóstið á sumum að ég kvitti stundum fyrir mig með Tíkinni þannig að ég þarf að reyna að finna eitthvað betra. Any suggestiones appriciated...

Ætla aðeins að glápa í imbann áður en ég fer að sofa. Bæó, spæó.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com