mánudagur, október 17, 2005
Jæja, jæja...
Þá er nú orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Ég er reyndar nánast bara búin að vinna, borða og sofa. Enda sést það líka á heimili mínu :s Ég var að reyna að byrja í morgun að taka til og þrífa en náði aðallega að taka til og setja í þvottavél. Allavegana, mér líður strax betur þar sem núna er bara skítugt en ekki skítugt og allt í drasli ;o) Ég sé það að ég þarf að virkja karlmennina á heimilinu eitthvað aðeins betur. Þeir eru reyndar búnir að vera að sjá um uppvask og ruslageymsluna en geta klárlega gert eitthvað aðeins meira :o)
Ég fór í afmælispartý hjá Helgu Dögg 8. október sem var mjög svo gaman. Nema hvað að það var ekki jafn gaman að vera skjálfandi úr þynnku í vinnunni daginn eftir. Úps :-D
Ég er semsagt búin að vera að taka crazy mikið af aukavinnu. Enda ætla ég að taka mér svona c.a. 2 vikna pásu á aukavinnu núna. Er alveg komin með grænar.
Var að lesa áðan að það er hægt að ná sér í digital lykil núna í Hveragerði en þar sem þeir eru ekki ennþá nógu ánægðir með sendistyrkinn þar þá eru þeir ekki formlega farnir að dreifa lyklinum. Er sko alveg með puttan á púlsinum á þessu ;o)
Það hefur ennþá enginn commentað um hvað ég gæti skrifað undir póstana mína annað en Tíkin. Eru allir jafn heiladauðir þessa dagana og ég? ;o)
Jæja, ætla að fara að reyna að reclame my life :-)
Au revoir.
|
Þá er nú orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Ég er reyndar nánast bara búin að vinna, borða og sofa. Enda sést það líka á heimili mínu :s Ég var að reyna að byrja í morgun að taka til og þrífa en náði aðallega að taka til og setja í þvottavél. Allavegana, mér líður strax betur þar sem núna er bara skítugt en ekki skítugt og allt í drasli ;o) Ég sé það að ég þarf að virkja karlmennina á heimilinu eitthvað aðeins betur. Þeir eru reyndar búnir að vera að sjá um uppvask og ruslageymsluna en geta klárlega gert eitthvað aðeins meira :o)
Ég fór í afmælispartý hjá Helgu Dögg 8. október sem var mjög svo gaman. Nema hvað að það var ekki jafn gaman að vera skjálfandi úr þynnku í vinnunni daginn eftir. Úps :-D
Ég er semsagt búin að vera að taka crazy mikið af aukavinnu. Enda ætla ég að taka mér svona c.a. 2 vikna pásu á aukavinnu núna. Er alveg komin með grænar.
Var að lesa áðan að það er hægt að ná sér í digital lykil núna í Hveragerði en þar sem þeir eru ekki ennþá nógu ánægðir með sendistyrkinn þar þá eru þeir ekki formlega farnir að dreifa lyklinum. Er sko alveg með puttan á púlsinum á þessu ;o)
Það hefur ennþá enginn commentað um hvað ég gæti skrifað undir póstana mína annað en Tíkin. Eru allir jafn heiladauðir þessa dagana og ég? ;o)
Jæja, ætla að fara að reyna að reclame my life :-)
Au revoir.