fimmtudagur, október 27, 2005
Blackberry
Þá er ég komin með Blackberry. Ég hef semsagt verið valin, ásamt 5 öðrum í þjónustuverinu, til að nota og læra á Blackberry. Mjög skemmtilegt :o)
Um síðustu helgi fór ég á laugardeginum í hvataferð með OgV. og á sunnudeginum í leikhús með OgV. að sjá Alveg brillíant skilnaður. Bæði mjög svo skemmtilegt. ;o) Vonandi nær Jónki svo að koma tölvunni í lag í kvöld svo ég geti farið að koma inn myndum. Það er orðið alltof langt síðan það hefur verið hægt.
Á mánudaginn fór ég með mömmu og Helgu Dögg uppá Skólavörðuholt og gekk niður Skólavörðustíginn. Það var rosalega gaman að taka þátt í þessu þrátt fyrir að ég hafi verið pínu svekkt með að þetta var á Ingólfstorgi. Við tróðumst niðrá Ingólfstorg en entumst svo bara þar í c.a. hálftíma þar sem við heyrðum ekkert fyrir bergmáli og sáum ekkert.
Ungfrú Jákvæð kveður að sinni, er að fara á fund ;o)
|
Þá er ég komin með Blackberry. Ég hef semsagt verið valin, ásamt 5 öðrum í þjónustuverinu, til að nota og læra á Blackberry. Mjög skemmtilegt :o)
Um síðustu helgi fór ég á laugardeginum í hvataferð með OgV. og á sunnudeginum í leikhús með OgV. að sjá Alveg brillíant skilnaður. Bæði mjög svo skemmtilegt. ;o) Vonandi nær Jónki svo að koma tölvunni í lag í kvöld svo ég geti farið að koma inn myndum. Það er orðið alltof langt síðan það hefur verið hægt.
Á mánudaginn fór ég með mömmu og Helgu Dögg uppá Skólavörðuholt og gekk niður Skólavörðustíginn. Það var rosalega gaman að taka þátt í þessu þrátt fyrir að ég hafi verið pínu svekkt með að þetta var á Ingólfstorgi. Við tróðumst niðrá Ingólfstorg en entumst svo bara þar í c.a. hálftíma þar sem við heyrðum ekkert fyrir bergmáli og sáum ekkert.
Ungfrú Jákvæð kveður að sinni, er að fara á fund ;o)