<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 02, 2005

Árshátíð, skírn, afmæli, stelpukvöld...

Laugardaginn síðasta fór ég á árshátíð Og Vodafone. Dagurinn var tekinn frekar snemma. Ég byrjaði á að fara í klippingu og litun hjá Erlu í Hveró og stússaðist svo aðeins í Hveró, brunaði svo að sækja Jónka, fórum heim að skipta um föt og fórum svo til Helgu Daggar og Ingó að hafa okkur til. Ég held við höfum verið komin þangað um 5 leytið og að sjálfsögðu var strax þá byrjað að hella í sig ;o) Við fórum svo öll saman á Klúbbinn á Stórhöfða þar sem var fyrirpartý þjónustu- og sölusviðs. Svo var komið að því að fara á árshátíðina sem var haldin í Gullhömrum í Grafarholti, sem er btw mjög flottur staður. Að sjálfsögðu voru allir orðnir vel tipsý þegar þangað var komið þannig að maður varð nú ekkert alltof mikið var við skemmtiatriðin ;o) En þetta var rosa gaman.

Á sunnudeginum fórum við svo í Hveró og fórum í skírnar-/afmælisveislu hjá Adda og Thelmu. Litli prinsinn fékk nafnið Kristinn Berg, í höfuðið á afa sínum og móðurbróðir :o)

Í gær fór ég til Thelmu. Hún var með stelpukvöld fyrir gamla vinkonuhópinn síðan úr grunnskóla. Það var ótrúlega gaman að rifja upp gamla tíma og hlæja að því hvað maður gat verið klikkaður. Vonandi gerum við þetta að reglulegum atburði.

Í næstu viku byrjar svo hjá mér brjáluð aukavinna þannig að það er ekkert víst að ég bloggi mikið næstu daga. Digital Ísland er semsagt að fara á Selfoss, Hveragerði og svæðið þar í kring (held Þorlákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri en er samt ekki alveg viss).

Ég gaf út þá yfirlýsingu í gær að á mánudaginn ætli ég að byrja aftur í átaki (þrátt fyrir að vita ekki ennþá alveg hvað ég á að gera þar sem ég má ekki lyfta, veit bara að það hlýtur að reddast) þannig að í dag fór ég í Bónus og keypti bara hollan mat þannig að nú á að taka þetta með trompi! Úff, eins gott að standa við stóru orðin! hehe ;o)

Komst að því að það virðist fara eitthvað aðeins fyrir brjóstið á sumum að ég kvitti stundum fyrir mig með Tíkinni þannig að ég þarf að reyna að finna eitthvað betra. Any suggestiones appriciated...

Ætla aðeins að glápa í imbann áður en ég fer að sofa. Bæó, spæó.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com