<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 31, 2007

Allt á fullu...

Jólin eru búin að vera yndisleg. Tók þriggja daga slökun í Hveragerði. Gerði ekkert annað en að sofa og borða. Þurfti líka alveg á þessu að halda. Held að það sé nokkuð ljóst að það sé heldur engin slökun framundan næsta einn og hálfan mánuð.

Ósk og Harpa eru að fara út á miðvikudaginn og af því tilefni hélt Harpa kveðjupartý á Laugaveginum. Þá er búið að halda síðasta partýið þar í bili. Annað kvöld ætlum við svo að vera með partý hérna fyrir Ósk. Ég, Guðný og Ósk ætlum líka að borða saman annað kvöld. Hlakka mikið til, þrátt fyrir að það verði skrýtið að vera ekki í Hveró.

Núna er ég svo farin að undirbúa mína brottför. Fór í bólusetningu fyrir tæpum tveim vikum. Er reyndar enn marin og bólgin eftir þetta, en það er vel þess virði :)

Ég er of spennt til að geta skrifað eitthvað af viti. Ósk og Harpa eru búnar að stofna bloggsíðu þar sem þær ætla að blogga um Thailandsferðina þegar þær komast í tölvu.

Nóg í bili.
Helga.

|

föstudagur, desember 28, 2007

Áramóta- og kveðjupartý


|

sunnudagur, desember 23, 2007

Flautuleikari once again

Mjög stórar fréttir. Í dag fjárfesti ég loksins í flautunni sem mig er búið að langa í í ansi mörg ár. Það var svo yndislegt að spila aftur. Ég er alveg hissa hvað ég gat ennþá, þarf samt að þjálfa aftur upp tæknina en það kemur bara með æfingunni.

Planið er að vera orðin nógu góð næsta haust til að komast í lúðrasveit. Ég held að það myndi hjálpa mér enn frekar í að læra meira og þjálfa upp ýmsa tækni. Held að þetta geti orðið mjög skemmtilegt.

Jól á morgun, innpökkun í gangi. Meira síðar ;)

Kveðja, Helga.

|

mánudagur, desember 17, 2007


3D, hvað er það?

Annasöm en mjög góð helgi að baki. Allt er jú gott sem endar vel ;) Næstu daga verður líka nóg að gera en það styttist nú í jólafrí.

Í kvöld ákváðum við Guðný Lára að nýta okkur 2 fyrir 1 í þrívíddarbíó. Tilraunin var semsagt framkvæmd í kvöld. Sá einstaklingur sem fann upp þrívíddarbíó gerði greinilega ekki ráð fyrir "eineygðu" fólki í bíó. Ég sem sagt sá myndina en ekki í þrívídd. Hefði næstum viljað sjá bara myndina í móðu, hefði þá getað verið með riot í afgreiðslunni hehe ;) En Beowolf er góð, þrátt fyrir að sjá hana ekki í þrívídd :) mæli alveg með henni.

Í dag eru 2 vikur og 2 dagar þangað til Ósk og Harpa fara út, sem þýðir að það eru minna en 2 mánuðir í að ég fari út! Vá hvað tíminn líður hratt. Er orðin ótrúlega spennt! Er að fara í bólusetningu á fimmtudaginn, allt að gerast :)

Er reyndar líka orðin spennt fyrir áramóta matarboðinu og partýinu okkar. Good times ahead ;)

Hef annars ekkert merkilegt að segja. Vinna og sofa er aðal málið þessa dagana.

Chiao, Helga.

|

fimmtudagur, desember 13, 2007

Heyrnalaus, raddlaus, svefnlaus...

Kannski dálítið ýkt en ég er ss búin að vera vel kvefuð núna í alltof langan tíma. Tala eins og ég sé alveg að fara að gráta, röddin alltaf við það að bresta, hósta eins og mér sé borgað fyrir það og er með svo miklar hellur að ég heyri varla neitt nema í sjálfri mér. Var einmitt sett á speaker niðrí vinnu í hóstakasti. Það var ss hringt í mig úr vinnunni til að spyrja mig út í villu og ég fékk hóstakast... fjör :-)

Ég horfði á Zeitgeist um daginn. Mér finnst þetta afar merkileg mynd. Hún vakti mig til umhugsunar, vakti upp hjá mér reiði og vanmátt. Eftir að horfa á svona mynd langar mig að gera eitthvað sem skiptir máli.

Hvað er hægt að gera?

Helgin er ætluð til jólagjafainnkaupa, föndurs, konfektgerðar, þrifa og vonandi kemst einnig fyrir heimsókn í Hveragerði.

Byrjaði að spila á melodicuna aftur í kvöld. Ansi mörg ár síðan ég hef spilað á hana. Vantar samt fleiri nótur til að æfa mig á.

Smá tilraun verður framkvæmd í næstu viku. Við stelpurnar ætlum í þrívíddar bíó. Það verður gaman að sjá hvað gerist hjá mér. Það er ekki hægt að horfa á myndina nema með þrívíddargleraugunum, spurning hvort ég sjái hana?! Svo erum við að hugsa um að vera með riot ef ég sé ekki myndina og heimta endurgreiðslu hehehe...

Jæja, horfa á Grey's og fara svo að sofa.
Adieu, Helga.

|

þriðjudagur, desember 04, 2007

Jólapartý og laufabrauð.

Jæks það er orðið stutt í jólin. Fór í laufabrauð í Hveró síðasta laugardag. Var á hraðferð þar sem það var jólapartý hjá Vodafone um kvöldið. Ósk kom með mér í laufabrauðið og ég verð nú bara að segja að ég skemmti mér nokkuð vel. Lilja las fyrir mig Snúð og Snældu og hjálpaði mér að skera út laufabrauð og Matthías minnti mig á að ég á eftir að gefa honum afmælisgjöf. :)

Ég er að vinna ansi mikið þessa dagana en það verður þess virði þegar ég fer til Thailands. Stutt í jól, stutt í Thailandsför, mikið eftir að gera...

Jæja, hef ekki tíma til að skrifa meira. Hendi meiru inn seinna, ásamt myndum ;)

Kveðja,
Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com