<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 04, 2007

Jólapartý og laufabrauð.

Jæks það er orðið stutt í jólin. Fór í laufabrauð í Hveró síðasta laugardag. Var á hraðferð þar sem það var jólapartý hjá Vodafone um kvöldið. Ósk kom með mér í laufabrauðið og ég verð nú bara að segja að ég skemmti mér nokkuð vel. Lilja las fyrir mig Snúð og Snældu og hjálpaði mér að skera út laufabrauð og Matthías minnti mig á að ég á eftir að gefa honum afmælisgjöf. :)

Ég er að vinna ansi mikið þessa dagana en það verður þess virði þegar ég fer til Thailands. Stutt í jól, stutt í Thailandsför, mikið eftir að gera...

Jæja, hef ekki tíma til að skrifa meira. Hendi meiru inn seinna, ásamt myndum ;)

Kveðja,
Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com