<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 13, 2007

Heyrnalaus, raddlaus, svefnlaus...

Kannski dálítið ýkt en ég er ss búin að vera vel kvefuð núna í alltof langan tíma. Tala eins og ég sé alveg að fara að gráta, röddin alltaf við það að bresta, hósta eins og mér sé borgað fyrir það og er með svo miklar hellur að ég heyri varla neitt nema í sjálfri mér. Var einmitt sett á speaker niðrí vinnu í hóstakasti. Það var ss hringt í mig úr vinnunni til að spyrja mig út í villu og ég fékk hóstakast... fjör :-)

Ég horfði á Zeitgeist um daginn. Mér finnst þetta afar merkileg mynd. Hún vakti mig til umhugsunar, vakti upp hjá mér reiði og vanmátt. Eftir að horfa á svona mynd langar mig að gera eitthvað sem skiptir máli.

Hvað er hægt að gera?

Helgin er ætluð til jólagjafainnkaupa, föndurs, konfektgerðar, þrifa og vonandi kemst einnig fyrir heimsókn í Hveragerði.

Byrjaði að spila á melodicuna aftur í kvöld. Ansi mörg ár síðan ég hef spilað á hana. Vantar samt fleiri nótur til að æfa mig á.

Smá tilraun verður framkvæmd í næstu viku. Við stelpurnar ætlum í þrívíddar bíó. Það verður gaman að sjá hvað gerist hjá mér. Það er ekki hægt að horfa á myndina nema með þrívíddargleraugunum, spurning hvort ég sjái hana?! Svo erum við að hugsa um að vera með riot ef ég sé ekki myndina og heimta endurgreiðslu hehehe...

Jæja, horfa á Grey's og fara svo að sofa.
Adieu, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com