<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 31, 2007

Allt á fullu...

Jólin eru búin að vera yndisleg. Tók þriggja daga slökun í Hveragerði. Gerði ekkert annað en að sofa og borða. Þurfti líka alveg á þessu að halda. Held að það sé nokkuð ljóst að það sé heldur engin slökun framundan næsta einn og hálfan mánuð.

Ósk og Harpa eru að fara út á miðvikudaginn og af því tilefni hélt Harpa kveðjupartý á Laugaveginum. Þá er búið að halda síðasta partýið þar í bili. Annað kvöld ætlum við svo að vera með partý hérna fyrir Ósk. Ég, Guðný og Ósk ætlum líka að borða saman annað kvöld. Hlakka mikið til, þrátt fyrir að það verði skrýtið að vera ekki í Hveró.

Núna er ég svo farin að undirbúa mína brottför. Fór í bólusetningu fyrir tæpum tveim vikum. Er reyndar enn marin og bólgin eftir þetta, en það er vel þess virði :)

Ég er of spennt til að geta skrifað eitthvað af viti. Ósk og Harpa eru búnar að stofna bloggsíðu þar sem þær ætla að blogga um Thailandsferðina þegar þær komast í tölvu.

Nóg í bili.
Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com