<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 17, 2007


3D, hvað er það?

Annasöm en mjög góð helgi að baki. Allt er jú gott sem endar vel ;) Næstu daga verður líka nóg að gera en það styttist nú í jólafrí.

Í kvöld ákváðum við Guðný Lára að nýta okkur 2 fyrir 1 í þrívíddarbíó. Tilraunin var semsagt framkvæmd í kvöld. Sá einstaklingur sem fann upp þrívíddarbíó gerði greinilega ekki ráð fyrir "eineygðu" fólki í bíó. Ég sem sagt sá myndina en ekki í þrívídd. Hefði næstum viljað sjá bara myndina í móðu, hefði þá getað verið með riot í afgreiðslunni hehe ;) En Beowolf er góð, þrátt fyrir að sjá hana ekki í þrívídd :) mæli alveg með henni.

Í dag eru 2 vikur og 2 dagar þangað til Ósk og Harpa fara út, sem þýðir að það eru minna en 2 mánuðir í að ég fari út! Vá hvað tíminn líður hratt. Er orðin ótrúlega spennt! Er að fara í bólusetningu á fimmtudaginn, allt að gerast :)

Er reyndar líka orðin spennt fyrir áramóta matarboðinu og partýinu okkar. Good times ahead ;)

Hef annars ekkert merkilegt að segja. Vinna og sofa er aðal málið þessa dagana.

Chiao, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com