<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 30, 2006

Lítill prins.

Í gærkvöldi kom í heiminn lítill prins sem fær nafnið Maríus Kristján. Hann var 14 merkur og 51 cm. Allt gekk mjög vel og heilsast öllum vel.

Til lukku með prinsinn Erla og Bergþór.

Helga.

|

fimmtudagur, september 28, 2006

Flutningar.

Þá er enn og aftur komið að flutningum hjá okkur Jónka. Það sem er ólíkt okkar fyrri flutningum er að Jónki er að flytja í Árbæinn en ég á Laugaveginn.

Já, við erum að fara í sitthvora áttina. Ég hef ekkert verið sérstaklega mikið að tala um þetta en það er aðallega vegna þess að í hvert skipti sem við segjum frá þessu þá er bara eins og við höfum verið að segja fólki að heimsendir nálgist... Hehe, nei kannski ekki alveg, en við höfum fengið ansi sterk viðbrögð.

Bara til að það sé á hreinu, þá kom ekkert uppá og við erum góðir vinir og bara allt í góðu.

Finnst reyndar mjög skrýtið að upplifa það að Jónki er að kaupa sína fyrstu íbúð (Heiðmörkin telur ekki) og ég er ekki að taka þátt í þeirri gleði. Þetta er væntanlega eitthvað sem þarf bara að venjast.

Annars fór ég í bústaðarferð með fólki úr þjónustuverinu síðustu helgi og að sjálfsögðu var djammið tekið með trompi. Held að við höfum alveg vel toppað síðustu bústaðarferð. Allavegana var okkur hótað að við yrðum fjarlægð af svæðinu af lögreglunni á laugardeginum ef við myndum ekki lækka í okkur ;o)

Kannski gef ég mér tíma í að henda myndum á netið á eftir, sé til. Ætti annars að vera að halda áfram að pakka núna ;o) hehe...

Well, varð bara aðeins að láta heyra í mér.

Heyrumst, Helga.

|

mánudagur, september 18, 2006

Nick Cave.

Fór á tónleikana með Nick Cave í gær, bara snilld.

Búið að vera crazy mikið að gera hjá mér, í vinnunni og utan vinnu þannig að það er ekkert að ganga nógu vel að komast í að pakka. Er orðin dáldið stressuð á tímanum. Er að fara á kvöldvaktir þannig að ég vona að það gangi betur að gera eitthvað heima á morgnana í vikunni.

Well, er nú þegar búin að sofna tvisvar frá því ég kom heim úr vinnunni. Held ég fari og haldi áfram að sofa. Ætla ekki að lenda aftur í að sofa tvisvar yfir mig sama daginn eins og ég gerði á föstudaginn... ;o) hehe

Chao, Helga.

|

fimmtudagur, september 14, 2006

Crazyness...

Sorry ef þið heyrið ekki frá mér alveg á næstunni, það er allt að verða vitlaust...

Helga, á hundrað og fjörtíu.

|

sunnudagur, september 10, 2006

Flutningar.

Þá er það ákveðið. Flyt til Óskar á Laugaveginn 2. október.

|
Heilsa?

Fór í gær á sýninguna 3LExpo. Sá fullt af skemmtilegum hlutum, verslaði smá og fór í einhver próf. T.d. fór ég í beinþéttnimælingu. Einhver ykkar muna kannski að ég tók þátt í erfðarannsókn á beinþynningu fyrir 5 árum síðan. Allavegana, ég fór í þessa mælingu í gær og þegar niðurstaðan kom, þá héldu greyið konurnar fyrst að tækið væri hætt að virka. Svo þegar þær áttuðu sig á að það væri að virka, þá hélt ég að þær ætluðu hreinlega að senda mig með sjúkrabíl uppá Borgarspítala. Já, ég skoraði lágt í þessu fyrir 5 árum, en ég held bara ennþá verr núna, þrátt fyrir að konur eiga að vera á toppi beinþéttninnar þegar þær eru 25 ára. Við skulum bara segja að ég skoraði miklu verr en mamma og hún er 51 árs! Held s.s. að ég sé að fara til læknis mjög fljótlega...

Annars er það aðallega vinna og sofa þessa dagana, reyna að troða svo þvotti og íbúðamálum inn á milli. Er t.d. að fara í dag að skoða íbúðina hjá Ósk og þarf að ná í kassa í leiðinni svo ég geti farið að pakka niður. Tíminn líður alveg fáránlega hratt, bara 3 vikur í flutninga, úfff...

Jæja, ætla að klára að horfa á Nágranna og fara svo að koma mér á fætur og reyna að koma einhverju í verk.

Chao, Helga.

|

þriðjudagur, september 05, 2006

Búin að finna Lönu!!!

Ég trúi þessu varla. Takk kærlega fyrir Hlíf. Var að tala við pabba hennar Lönu og er búin að fá netfangið hennar, vííí.... :o)

Vildi bara láta ykkur vita ;o)

Helga, Hæstánægða.

|

sunnudagur, september 03, 2006

Sit og hlusta á tónlist.

Þú átt mig ein með Vilhjálmi Vilhjálms er eitt af betri íslenskum lögum, verð bara að segja það. Það er eitthvað við þetta lag svo heillandi og angurvært (held það sé rétta orðið yfir þetta ;o)

Læt textann fylgja með:

Þú átt mig ein
sú ást er hrein
og ég vil að þú vitir það nú
þú verður mér trú
um öll mín ár

Ó mundu mig
er mæðir þig
hve lengi er tíminn að líða
og langt er að bíða
uns ég kem heim

Það er svo einfalt
ég eiga vil þig einn
og segðu ekki að ég sé
aðeins of seinn að sjá það
að þetta sé ekki til neins
ég bið
að bólið sé hlýtt er ég birtist og stend þér við hlið.


Það er svo einfalt
ég eiga vil þig einn
og segðu ekki að ég sé
aðeins of seinn að sjá það
að þetta sé ekki til neins
ég bið
að bólið sé hlýtt er ég birtist og stend þér við hlið.

Sú bæn er mín
ég bið til þín
að þú efist ekki um þessi orð
er ég skrifa um borð
ég hugsa heim
til þín
ástin mín


Annars er það að frétta af mér að það er mikil vinna framundan, flutningar og bara nóg að gera.

Skemmtilegt að segja frá því að ég er farin að skrifa ljóð og vinna á Photoshop aftur. Nú vantar bara að ég fari að skissa aftur :o)

Ætla að nota góða veðrið og nýja körfuboltann minn, farin út að finna körfuboltavöll ;o)

Tjá, Helga.

|

laugardagur, september 02, 2006

Og svo meiri myndir.

Fyrstu myndirnar teknar með nýju vélinni komnar á netið :o)

|
Að finna einhvern.

Undanfarna mánuði hefur mér orðið oftar og oftar hugsað til Lönu. Ég hitti hana síðast í maí 2004 (held að það sé rétt munað hjá mér). Þá var hún að fara í þriggja mánaða frí heim til Rússlands. Síðan þá hef ég ekkert séð né heyrt af henni. Mér finnst þetta dáldið sérstakt og frekar óþægilegt.

Ég hef kíkt öðru hvoru í þjóðskrá og hún er ennþá skráð með lögheimili á sama stað og hún bjó áður en hún fór út. Ég velti því oft fyrir mér hvort ég á að fara þangað og athuga hvort hún búi þar ennþá (dáldið stór blokk, ég man ekkert á hvaða hæð eða í hvaða íbúð hún bjó). Ég er meira að segja búin að prófa að setja nafn hennar inná nokkrar Rússneskar leitarsíður og símaskrár en fæ ekkert upp, ekki einu sinni á ættarnafnið.

Ég veit að þetta hljómar kannski eins og ég sé einhver stalker en mér þykir bara ótrúlega vænt um hana Lönu og ég sakna hennar mikið. Þannig að, ef einhver er með hugmyndir um hvað ég get gert til að allavegana vita hvort hún sé á Íslandi eða í Rússlandi, bara hreinlega að hún sé á lífi, þá endilega commentið hugmyndum. Hún heitir Svetlana Akoulova og er fædd 07.05.1982.

Helga, leitandi.

|
Myndir frá Mallorca.

Jæja, loksins komnar myndirnar frá Mallorca.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com