fimmtudagur, september 28, 2006
Flutningar.
Þá er enn og aftur komið að flutningum hjá okkur Jónka. Það sem er ólíkt okkar fyrri flutningum er að Jónki er að flytja í Árbæinn en ég á Laugaveginn.
Já, við erum að fara í sitthvora áttina. Ég hef ekkert verið sérstaklega mikið að tala um þetta en það er aðallega vegna þess að í hvert skipti sem við segjum frá þessu þá er bara eins og við höfum verið að segja fólki að heimsendir nálgist... Hehe, nei kannski ekki alveg, en við höfum fengið ansi sterk viðbrögð.
Bara til að það sé á hreinu, þá kom ekkert uppá og við erum góðir vinir og bara allt í góðu.
Finnst reyndar mjög skrýtið að upplifa það að Jónki er að kaupa sína fyrstu íbúð (Heiðmörkin telur ekki) og ég er ekki að taka þátt í þeirri gleði. Þetta er væntanlega eitthvað sem þarf bara að venjast.
Annars fór ég í bústaðarferð með fólki úr þjónustuverinu síðustu helgi og að sjálfsögðu var djammið tekið með trompi. Held að við höfum alveg vel toppað síðustu bústaðarferð. Allavegana var okkur hótað að við yrðum fjarlægð af svæðinu af lögreglunni á laugardeginum ef við myndum ekki lækka í okkur ;o)
Kannski gef ég mér tíma í að henda myndum á netið á eftir, sé til. Ætti annars að vera að halda áfram að pakka núna ;o) hehe...
Well, varð bara aðeins að láta heyra í mér.
Heyrumst, Helga.
|
Þá er enn og aftur komið að flutningum hjá okkur Jónka. Það sem er ólíkt okkar fyrri flutningum er að Jónki er að flytja í Árbæinn en ég á Laugaveginn.
Já, við erum að fara í sitthvora áttina. Ég hef ekkert verið sérstaklega mikið að tala um þetta en það er aðallega vegna þess að í hvert skipti sem við segjum frá þessu þá er bara eins og við höfum verið að segja fólki að heimsendir nálgist... Hehe, nei kannski ekki alveg, en við höfum fengið ansi sterk viðbrögð.
Bara til að það sé á hreinu, þá kom ekkert uppá og við erum góðir vinir og bara allt í góðu.
Finnst reyndar mjög skrýtið að upplifa það að Jónki er að kaupa sína fyrstu íbúð (Heiðmörkin telur ekki) og ég er ekki að taka þátt í þeirri gleði. Þetta er væntanlega eitthvað sem þarf bara að venjast.
Annars fór ég í bústaðarferð með fólki úr þjónustuverinu síðustu helgi og að sjálfsögðu var djammið tekið með trompi. Held að við höfum alveg vel toppað síðustu bústaðarferð. Allavegana var okkur hótað að við yrðum fjarlægð af svæðinu af lögreglunni á laugardeginum ef við myndum ekki lækka í okkur ;o)
Kannski gef ég mér tíma í að henda myndum á netið á eftir, sé til. Ætti annars að vera að halda áfram að pakka núna ;o) hehe...
Well, varð bara aðeins að láta heyra í mér.
Heyrumst, Helga.