<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 02, 2006

Að finna einhvern.

Undanfarna mánuði hefur mér orðið oftar og oftar hugsað til Lönu. Ég hitti hana síðast í maí 2004 (held að það sé rétt munað hjá mér). Þá var hún að fara í þriggja mánaða frí heim til Rússlands. Síðan þá hef ég ekkert séð né heyrt af henni. Mér finnst þetta dáldið sérstakt og frekar óþægilegt.

Ég hef kíkt öðru hvoru í þjóðskrá og hún er ennþá skráð með lögheimili á sama stað og hún bjó áður en hún fór út. Ég velti því oft fyrir mér hvort ég á að fara þangað og athuga hvort hún búi þar ennþá (dáldið stór blokk, ég man ekkert á hvaða hæð eða í hvaða íbúð hún bjó). Ég er meira að segja búin að prófa að setja nafn hennar inná nokkrar Rússneskar leitarsíður og símaskrár en fæ ekkert upp, ekki einu sinni á ættarnafnið.

Ég veit að þetta hljómar kannski eins og ég sé einhver stalker en mér þykir bara ótrúlega vænt um hana Lönu og ég sakna hennar mikið. Þannig að, ef einhver er með hugmyndir um hvað ég get gert til að allavegana vita hvort hún sé á Íslandi eða í Rússlandi, bara hreinlega að hún sé á lífi, þá endilega commentið hugmyndum. Hún heitir Svetlana Akoulova og er fædd 07.05.1982.

Helga, leitandi.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com