<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 10, 2006

Heilsa?

Fór í gær á sýninguna 3LExpo. Sá fullt af skemmtilegum hlutum, verslaði smá og fór í einhver próf. T.d. fór ég í beinþéttnimælingu. Einhver ykkar muna kannski að ég tók þátt í erfðarannsókn á beinþynningu fyrir 5 árum síðan. Allavegana, ég fór í þessa mælingu í gær og þegar niðurstaðan kom, þá héldu greyið konurnar fyrst að tækið væri hætt að virka. Svo þegar þær áttuðu sig á að það væri að virka, þá hélt ég að þær ætluðu hreinlega að senda mig með sjúkrabíl uppá Borgarspítala. Já, ég skoraði lágt í þessu fyrir 5 árum, en ég held bara ennþá verr núna, þrátt fyrir að konur eiga að vera á toppi beinþéttninnar þegar þær eru 25 ára. Við skulum bara segja að ég skoraði miklu verr en mamma og hún er 51 árs! Held s.s. að ég sé að fara til læknis mjög fljótlega...

Annars er það aðallega vinna og sofa þessa dagana, reyna að troða svo þvotti og íbúðamálum inn á milli. Er t.d. að fara í dag að skoða íbúðina hjá Ósk og þarf að ná í kassa í leiðinni svo ég geti farið að pakka niður. Tíminn líður alveg fáránlega hratt, bara 3 vikur í flutninga, úfff...

Jæja, ætla að klára að horfa á Nágranna og fara svo að koma mér á fætur og reyna að koma einhverju í verk.

Chao, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com