föstudagur, september 30, 2005
Árshátíð Og Vodafone
Náði í nokkrar myndir af árshátíðinni og ákvað að skella þeim inn ;o)
Have fun...
|
Náði í nokkrar myndir af árshátíðinni og ákvað að skella þeim inn ;o)
Have fun...
mánudagur, september 26, 2005
föstudagur, september 23, 2005
Þá er komið að fimmtu djammhelginni í röð!!!
Það er nú aldeilis langt síðan ég hef djammað svona mikið. Síðasta helgi átti bara að vera róleg en svo buðu Helga Dögg og Ingó okkur í mat og við enduðum að sjálfsögðu á fylleríi ;o) Við reyndar kjöftuðum svo mikið að þegar við loksins rönkuðum við okkur þá var klukkan orðin of margt til að fara niðrí bæ :o)
Þessa vikuna er ég svo búin að komast að því hvernig ég væri ef ég drykki kaffi. Ég er búin að vera að éta einhverjar brennslutöflur með koffíni í og ég er bara búin að vera ekkert smá hyper, algjörlega með rakettu í rassgatinu. Ég er búin að vera að þvo og taka til alla vikuna (ennþá að vinna þetta niður síðan ég var veik) og búin að vera að fara í ræktina og fara í tvær verslunarferðir á Laugaveginn, Kringluna og Smáralind og ég er líka búin að fara í verslunarferðir í Bónus og Hagkaup. Ég er semsagt búin að versla mér árshátíðardress (þar á meðal sígarettuhulstur og munnstykki), velja mér kúrekastígvél (Jónki gaf mér þau í afmælisgjöf) og kaupa mér úlpu.
Í fyrramálið þarf ég svo að bruna í Hveró í lit og klippingu hjá Erlu. Ég er ekki alveg að þora að fara á sumardekkjum á sjálfskiptum bíl yfir heiðina þegar eru miklar líkur á hálku (væri ekkert mál á Hondunni, hef gert það svona 143 sinnum) þannig að ég er að vona að Jónki sé í fríi á morgun svo hann geti keyrt mig :o) Þegar ég kem aftur í bæinn ætlum við stelpurnar að hittast og hafa okkur til fyrir árshátíðina saman. Svo verður fordrykkur á Klúbbnum á Stórhöfða og svo verður farið með rútum upp í Gullhamra þar sem árshátíðin verður.
Á sunnudaginn er komið að skírn hjá Adda og Thelmu þannig að þá um kvöldið fer ég í skírnar/afmælisveislu hjá þeim. Svo ætla ég að vera rosa dugleg og prófa að gera heitt rúllubrauð (veit ekki hvað þetta er kallað, svona með skinku og aspas) í fyrsta skipti og fara með til A&T um kvöldið. Ég þarf líka að fara á sunnudagin og kaupa afmælis- og skírnargjafir.
Ég sé það að ég er greinilega líka hyper í að skrifa ;o)
Ég var að búa til bloggsíðu í gær í gegnum verahvergi.is sem ég ætla að athuga hvort ég geti ekki bara notað sem myndasvæði þar sem mér skilst að þar sé boðið uppá nægt pláss fyrir myndir :o) Ég er samt ekki búin að hafa tíma til að skoða þetta almennilega þannig að þetta verður bara allt að koma í ljós.
Jæja, ég ætla að drullast í mat ;o)
Heyrumst, Tíkin.
|
Það er nú aldeilis langt síðan ég hef djammað svona mikið. Síðasta helgi átti bara að vera róleg en svo buðu Helga Dögg og Ingó okkur í mat og við enduðum að sjálfsögðu á fylleríi ;o) Við reyndar kjöftuðum svo mikið að þegar við loksins rönkuðum við okkur þá var klukkan orðin of margt til að fara niðrí bæ :o)
Þessa vikuna er ég svo búin að komast að því hvernig ég væri ef ég drykki kaffi. Ég er búin að vera að éta einhverjar brennslutöflur með koffíni í og ég er bara búin að vera ekkert smá hyper, algjörlega með rakettu í rassgatinu. Ég er búin að vera að þvo og taka til alla vikuna (ennþá að vinna þetta niður síðan ég var veik) og búin að vera að fara í ræktina og fara í tvær verslunarferðir á Laugaveginn, Kringluna og Smáralind og ég er líka búin að fara í verslunarferðir í Bónus og Hagkaup. Ég er semsagt búin að versla mér árshátíðardress (þar á meðal sígarettuhulstur og munnstykki), velja mér kúrekastígvél (Jónki gaf mér þau í afmælisgjöf) og kaupa mér úlpu.
Í fyrramálið þarf ég svo að bruna í Hveró í lit og klippingu hjá Erlu. Ég er ekki alveg að þora að fara á sumardekkjum á sjálfskiptum bíl yfir heiðina þegar eru miklar líkur á hálku (væri ekkert mál á Hondunni, hef gert það svona 143 sinnum) þannig að ég er að vona að Jónki sé í fríi á morgun svo hann geti keyrt mig :o) Þegar ég kem aftur í bæinn ætlum við stelpurnar að hittast og hafa okkur til fyrir árshátíðina saman. Svo verður fordrykkur á Klúbbnum á Stórhöfða og svo verður farið með rútum upp í Gullhamra þar sem árshátíðin verður.
Á sunnudaginn er komið að skírn hjá Adda og Thelmu þannig að þá um kvöldið fer ég í skírnar/afmælisveislu hjá þeim. Svo ætla ég að vera rosa dugleg og prófa að gera heitt rúllubrauð (veit ekki hvað þetta er kallað, svona með skinku og aspas) í fyrsta skipti og fara með til A&T um kvöldið. Ég þarf líka að fara á sunnudagin og kaupa afmælis- og skírnargjafir.
Ég sé það að ég er greinilega líka hyper í að skrifa ;o)
Ég var að búa til bloggsíðu í gær í gegnum verahvergi.is sem ég ætla að athuga hvort ég geti ekki bara notað sem myndasvæði þar sem mér skilst að þar sé boðið uppá nægt pláss fyrir myndir :o) Ég er samt ekki búin að hafa tíma til að skoða þetta almennilega þannig að þetta verður bara allt að koma í ljós.
Jæja, ég ætla að drullast í mat ;o)
Heyrumst, Tíkin.
mánudagur, september 19, 2005
Useless information...
Þá var ég klukkuð, af Hannslínu, og á því að segja frá 5 useless information um sjálfa mig. Here goes:
1. Ég hef æft Fimleika, Dans, Jazzballet, Frjálsar og körfubolta en gæti ekki rass í neinu af þessu í dag.
2. Ég slóst síðast við bróðir minn (sem er einu ári eldri en ég) þegar ég var 18 ára.
3. Ég þjáist af fullkomnunaráráttu en samt er heimili mitt alltaf í rúst.
4. Ég er haldin ofsahræðslu við geitunga og býflugur og bara síðast í dag lenti ég í að það var brjálaður geitungur inní eldhúsi þannig að ég lokaði mig inní svefnherbergi og þorði ekki fram. Þ.e. ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég gat ekki fengið neinn til að koma og bjarga mér. Þá neyddist ég til að fara fram, með tárin í augunum af hræðslu. Á svona stundum sakna ég þess mjög mikið að hafa Thelmu mína í nánast næsta húsi.
5. Þegar ég var 15 ára átti ég vinkonu sem bjó á hóteli í Hveragerði. Mamma hennar var oft í einhverjum viðskiptaferðum og þá var oftar en ekki haldið partý á hótelinu, oft vorum það þó bara við vinkonurnar sem vorum að stelast í barinn en í eitt skiptið fór partýið dáldið úr böndunum og hótelið fylltist af fólki sem var að drekka "frítt" á barnum. Við semsagt kláruðum allt vínið á barnum og samkvæmt óljósum minningum og frásögn vinkvenna lagðist ég undir kranann til að reyna að sjúga út síðustu bjórdropana. Skyldi það hafa verið þetta kvöld sem ég fékk nóg af bjór?
Ég klukka Hafný, Sigrúnu, Sólveigu, Bjarneyju og Kötu súkkulaði.
Vona að þið hafið notið þessara useless info ;o)
Chao, bella.
Tíkin.
|
Þá var ég klukkuð, af Hannslínu, og á því að segja frá 5 useless information um sjálfa mig. Here goes:
1. Ég hef æft Fimleika, Dans, Jazzballet, Frjálsar og körfubolta en gæti ekki rass í neinu af þessu í dag.
2. Ég slóst síðast við bróðir minn (sem er einu ári eldri en ég) þegar ég var 18 ára.
3. Ég þjáist af fullkomnunaráráttu en samt er heimili mitt alltaf í rúst.
4. Ég er haldin ofsahræðslu við geitunga og býflugur og bara síðast í dag lenti ég í að það var brjálaður geitungur inní eldhúsi þannig að ég lokaði mig inní svefnherbergi og þorði ekki fram. Þ.e. ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég gat ekki fengið neinn til að koma og bjarga mér. Þá neyddist ég til að fara fram, með tárin í augunum af hræðslu. Á svona stundum sakna ég þess mjög mikið að hafa Thelmu mína í nánast næsta húsi.
5. Þegar ég var 15 ára átti ég vinkonu sem bjó á hóteli í Hveragerði. Mamma hennar var oft í einhverjum viðskiptaferðum og þá var oftar en ekki haldið partý á hótelinu, oft vorum það þó bara við vinkonurnar sem vorum að stelast í barinn en í eitt skiptið fór partýið dáldið úr böndunum og hótelið fylltist af fólki sem var að drekka "frítt" á barnum. Við semsagt kláruðum allt vínið á barnum og samkvæmt óljósum minningum og frásögn vinkvenna lagðist ég undir kranann til að reyna að sjúga út síðustu bjórdropana. Skyldi það hafa verið þetta kvöld sem ég fékk nóg af bjór?
Ég klukka Hafný, Sigrúnu, Sólveigu, Bjarneyju og Kötu súkkulaði.
Vona að þið hafið notið þessara useless info ;o)
Chao, bella.
Tíkin.
fimmtudagur, september 08, 2005
Dáin...?
Nei, ég er ekki dáin. Þó svo ég hafi kannski ekki verið mjög hress svona undir lokin á laugardagskvöldið ;o) Hvata/óvissuferðinni okkar var frestað þangað til í október þar sem það er verið að sameina okkar svið og sölusvið, þannig að þau komist líka með. Í staðinn var okkur boðið út að borða og í frían bjór á Kaffi Reykjavík. Ég er að sjálfsögðu alltaf jafn gáfuð og drekk bjór ef hann er frír og verð svo bara veik af honum og syfjuð. Í hvert skipti þykist ég vera hætt að drekka bjór, alveg þangað til að það er næst frír bjór í boði :-P
Í þessari viku er búið að vera rosa mikið að gera í vinnunni og ég þurfti að taka auka hjá Stöð 2 í gær og þessvegna er ég ekkert búin að blogga. Næstu helgi ætla ég svo að reyna að taka því bara rólega þar sem ég er núna búin að djamma 3 helgar í röð og meira djamm á næstunni :o)
Greyið Skotta mín er loksins öll að koma til en hún er svo létt núna að ég er eiginlega með dáldið miklar áhyggjur. Veit ekki alveg hvað er hægt að gera til að þyngja hana, sérstaklega þar sem hún má núna í einhvern tíma bara fá eitthvað spes fóður fyrir viðkvæman maga og vatn :-(
Rosalega verður skrýtið þegar Sólveig verður farin út. Veit ekki alveg á hvaða snyrtistofu ég á að fara þegar ég þarf að fara í litun og plokkun, hvort ég eigi kannski bara að halda mig við Helenu fögru þó svo það verði engin Sólveig.
Allavegana, back to work.
Chao bella.
|
Nei, ég er ekki dáin. Þó svo ég hafi kannski ekki verið mjög hress svona undir lokin á laugardagskvöldið ;o) Hvata/óvissuferðinni okkar var frestað þangað til í október þar sem það er verið að sameina okkar svið og sölusvið, þannig að þau komist líka með. Í staðinn var okkur boðið út að borða og í frían bjór á Kaffi Reykjavík. Ég er að sjálfsögðu alltaf jafn gáfuð og drekk bjór ef hann er frír og verð svo bara veik af honum og syfjuð. Í hvert skipti þykist ég vera hætt að drekka bjór, alveg þangað til að það er næst frír bjór í boði :-P
Í þessari viku er búið að vera rosa mikið að gera í vinnunni og ég þurfti að taka auka hjá Stöð 2 í gær og þessvegna er ég ekkert búin að blogga. Næstu helgi ætla ég svo að reyna að taka því bara rólega þar sem ég er núna búin að djamma 3 helgar í röð og meira djamm á næstunni :o)
Greyið Skotta mín er loksins öll að koma til en hún er svo létt núna að ég er eiginlega með dáldið miklar áhyggjur. Veit ekki alveg hvað er hægt að gera til að þyngja hana, sérstaklega þar sem hún má núna í einhvern tíma bara fá eitthvað spes fóður fyrir viðkvæman maga og vatn :-(
Rosalega verður skrýtið þegar Sólveig verður farin út. Veit ekki alveg á hvaða snyrtistofu ég á að fara þegar ég þarf að fara í litun og plokkun, hvort ég eigi kannski bara að halda mig við Helenu fögru þó svo það verði engin Sólveig.
Allavegana, back to work.
Chao bella.
fimmtudagur, september 01, 2005
Djamm, djamm, djamm...
Síðustu helgi var ég á blómstrandi dögum á geggjuðu djammi. Djammið byrjaði með Jónka, Smára og Svölu en áður en ég vissi af var ég, Hafný og Tinna farnar að drösla hvor annarri útum allt. Bara eins og í gamla daga ;o) Þetta var svaka fjör og það var mikið af fólki þarna, allavegana það mikið að mér tókst alveg að fara á mis við Erlu og Bergþór allt kvöldið. Endaði svo í einhverju partýi uppí Arnarheiði hjá einhverjum sem ég þekkti ekki neitt og ákvað svo að fara heim um sexleytið þegar ég fattaði loksins hvað ég var hrikalega drukkin :Þ
Ég er svo búin að vera handónýt alla vikuna að drepast úr kvefi og beinverkjum þannig að ég ákvað að fara til læknis og komst þá að því að þessi kvefvírus sem ég náði mér í í júní er bara ekki ennþá tilbúinn að leyfa mér að vera í friði!
Skotta mín er búin að vera veik þannig að ég hringdi í dýralækninn og komst þá að því að það er líklegast útaf þessum helvítis geitung sem hún danglaði í í síðustu viku. Ég þoli ekki geitunga. Núna er ég að láta Skottu fasta í sólarhring og þarf svo smám saman að byrja að gefa henni að borða aftur. Veit ekki alveg hversu mikið ég á eftir að vera að meika að horfa á hana væla yfir hungri. Get t.d. ekki hugsað mér að borða fyrir framan hana, það væri bara kvikyndisskapur. Litla greyið. Dísús hvað maður verður eitthvað áhyggjufullur, vá.
Á laugardaginn er ég svo að fara í hópeflisferð með öllu þjónustusviðinu hjá Og Vodafone og ég og önnur stelpa erum foringjar í okkar hóp. Ég held að þetta verði rosa mikið fjör (og fyllerí), allavegana eru skemmtilegar umræður um nöfn og heróp í gangi í hópnum mínum núna ;o)
Jæja, back to work. Chao bella.
|
Síðustu helgi var ég á blómstrandi dögum á geggjuðu djammi. Djammið byrjaði með Jónka, Smára og Svölu en áður en ég vissi af var ég, Hafný og Tinna farnar að drösla hvor annarri útum allt. Bara eins og í gamla daga ;o) Þetta var svaka fjör og það var mikið af fólki þarna, allavegana það mikið að mér tókst alveg að fara á mis við Erlu og Bergþór allt kvöldið. Endaði svo í einhverju partýi uppí Arnarheiði hjá einhverjum sem ég þekkti ekki neitt og ákvað svo að fara heim um sexleytið þegar ég fattaði loksins hvað ég var hrikalega drukkin :Þ
Ég er svo búin að vera handónýt alla vikuna að drepast úr kvefi og beinverkjum þannig að ég ákvað að fara til læknis og komst þá að því að þessi kvefvírus sem ég náði mér í í júní er bara ekki ennþá tilbúinn að leyfa mér að vera í friði!
Skotta mín er búin að vera veik þannig að ég hringdi í dýralækninn og komst þá að því að það er líklegast útaf þessum helvítis geitung sem hún danglaði í í síðustu viku. Ég þoli ekki geitunga. Núna er ég að láta Skottu fasta í sólarhring og þarf svo smám saman að byrja að gefa henni að borða aftur. Veit ekki alveg hversu mikið ég á eftir að vera að meika að horfa á hana væla yfir hungri. Get t.d. ekki hugsað mér að borða fyrir framan hana, það væri bara kvikyndisskapur. Litla greyið. Dísús hvað maður verður eitthvað áhyggjufullur, vá.
Á laugardaginn er ég svo að fara í hópeflisferð með öllu þjónustusviðinu hjá Og Vodafone og ég og önnur stelpa erum foringjar í okkar hóp. Ég held að þetta verði rosa mikið fjör (og fyllerí), allavegana eru skemmtilegar umræður um nöfn og heróp í gangi í hópnum mínum núna ;o)
Jæja, back to work. Chao bella.