föstudagur, september 23, 2005
Þá er komið að fimmtu djammhelginni í röð!!!
Það er nú aldeilis langt síðan ég hef djammað svona mikið. Síðasta helgi átti bara að vera róleg en svo buðu Helga Dögg og Ingó okkur í mat og við enduðum að sjálfsögðu á fylleríi ;o) Við reyndar kjöftuðum svo mikið að þegar við loksins rönkuðum við okkur þá var klukkan orðin of margt til að fara niðrí bæ :o)
Þessa vikuna er ég svo búin að komast að því hvernig ég væri ef ég drykki kaffi. Ég er búin að vera að éta einhverjar brennslutöflur með koffíni í og ég er bara búin að vera ekkert smá hyper, algjörlega með rakettu í rassgatinu. Ég er búin að vera að þvo og taka til alla vikuna (ennþá að vinna þetta niður síðan ég var veik) og búin að vera að fara í ræktina og fara í tvær verslunarferðir á Laugaveginn, Kringluna og Smáralind og ég er líka búin að fara í verslunarferðir í Bónus og Hagkaup. Ég er semsagt búin að versla mér árshátíðardress (þar á meðal sígarettuhulstur og munnstykki), velja mér kúrekastígvél (Jónki gaf mér þau í afmælisgjöf) og kaupa mér úlpu.
Í fyrramálið þarf ég svo að bruna í Hveró í lit og klippingu hjá Erlu. Ég er ekki alveg að þora að fara á sumardekkjum á sjálfskiptum bíl yfir heiðina þegar eru miklar líkur á hálku (væri ekkert mál á Hondunni, hef gert það svona 143 sinnum) þannig að ég er að vona að Jónki sé í fríi á morgun svo hann geti keyrt mig :o) Þegar ég kem aftur í bæinn ætlum við stelpurnar að hittast og hafa okkur til fyrir árshátíðina saman. Svo verður fordrykkur á Klúbbnum á Stórhöfða og svo verður farið með rútum upp í Gullhamra þar sem árshátíðin verður.
Á sunnudaginn er komið að skírn hjá Adda og Thelmu þannig að þá um kvöldið fer ég í skírnar/afmælisveislu hjá þeim. Svo ætla ég að vera rosa dugleg og prófa að gera heitt rúllubrauð (veit ekki hvað þetta er kallað, svona með skinku og aspas) í fyrsta skipti og fara með til A&T um kvöldið. Ég þarf líka að fara á sunnudagin og kaupa afmælis- og skírnargjafir.
Ég sé það að ég er greinilega líka hyper í að skrifa ;o)
Ég var að búa til bloggsíðu í gær í gegnum verahvergi.is sem ég ætla að athuga hvort ég geti ekki bara notað sem myndasvæði þar sem mér skilst að þar sé boðið uppá nægt pláss fyrir myndir :o) Ég er samt ekki búin að hafa tíma til að skoða þetta almennilega þannig að þetta verður bara allt að koma í ljós.
Jæja, ég ætla að drullast í mat ;o)
Heyrumst, Tíkin.
|
Það er nú aldeilis langt síðan ég hef djammað svona mikið. Síðasta helgi átti bara að vera róleg en svo buðu Helga Dögg og Ingó okkur í mat og við enduðum að sjálfsögðu á fylleríi ;o) Við reyndar kjöftuðum svo mikið að þegar við loksins rönkuðum við okkur þá var klukkan orðin of margt til að fara niðrí bæ :o)
Þessa vikuna er ég svo búin að komast að því hvernig ég væri ef ég drykki kaffi. Ég er búin að vera að éta einhverjar brennslutöflur með koffíni í og ég er bara búin að vera ekkert smá hyper, algjörlega með rakettu í rassgatinu. Ég er búin að vera að þvo og taka til alla vikuna (ennþá að vinna þetta niður síðan ég var veik) og búin að vera að fara í ræktina og fara í tvær verslunarferðir á Laugaveginn, Kringluna og Smáralind og ég er líka búin að fara í verslunarferðir í Bónus og Hagkaup. Ég er semsagt búin að versla mér árshátíðardress (þar á meðal sígarettuhulstur og munnstykki), velja mér kúrekastígvél (Jónki gaf mér þau í afmælisgjöf) og kaupa mér úlpu.
Í fyrramálið þarf ég svo að bruna í Hveró í lit og klippingu hjá Erlu. Ég er ekki alveg að þora að fara á sumardekkjum á sjálfskiptum bíl yfir heiðina þegar eru miklar líkur á hálku (væri ekkert mál á Hondunni, hef gert það svona 143 sinnum) þannig að ég er að vona að Jónki sé í fríi á morgun svo hann geti keyrt mig :o) Þegar ég kem aftur í bæinn ætlum við stelpurnar að hittast og hafa okkur til fyrir árshátíðina saman. Svo verður fordrykkur á Klúbbnum á Stórhöfða og svo verður farið með rútum upp í Gullhamra þar sem árshátíðin verður.
Á sunnudaginn er komið að skírn hjá Adda og Thelmu þannig að þá um kvöldið fer ég í skírnar/afmælisveislu hjá þeim. Svo ætla ég að vera rosa dugleg og prófa að gera heitt rúllubrauð (veit ekki hvað þetta er kallað, svona með skinku og aspas) í fyrsta skipti og fara með til A&T um kvöldið. Ég þarf líka að fara á sunnudagin og kaupa afmælis- og skírnargjafir.
Ég sé það að ég er greinilega líka hyper í að skrifa ;o)
Ég var að búa til bloggsíðu í gær í gegnum verahvergi.is sem ég ætla að athuga hvort ég geti ekki bara notað sem myndasvæði þar sem mér skilst að þar sé boðið uppá nægt pláss fyrir myndir :o) Ég er samt ekki búin að hafa tíma til að skoða þetta almennilega þannig að þetta verður bara allt að koma í ljós.
Jæja, ég ætla að drullast í mat ;o)
Heyrumst, Tíkin.