mánudagur, september 19, 2005
Useless information...
Þá var ég klukkuð, af Hannslínu, og á því að segja frá 5 useless information um sjálfa mig. Here goes:
1. Ég hef æft Fimleika, Dans, Jazzballet, Frjálsar og körfubolta en gæti ekki rass í neinu af þessu í dag.
2. Ég slóst síðast við bróðir minn (sem er einu ári eldri en ég) þegar ég var 18 ára.
3. Ég þjáist af fullkomnunaráráttu en samt er heimili mitt alltaf í rúst.
4. Ég er haldin ofsahræðslu við geitunga og býflugur og bara síðast í dag lenti ég í að það var brjálaður geitungur inní eldhúsi þannig að ég lokaði mig inní svefnherbergi og þorði ekki fram. Þ.e. ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég gat ekki fengið neinn til að koma og bjarga mér. Þá neyddist ég til að fara fram, með tárin í augunum af hræðslu. Á svona stundum sakna ég þess mjög mikið að hafa Thelmu mína í nánast næsta húsi.
5. Þegar ég var 15 ára átti ég vinkonu sem bjó á hóteli í Hveragerði. Mamma hennar var oft í einhverjum viðskiptaferðum og þá var oftar en ekki haldið partý á hótelinu, oft vorum það þó bara við vinkonurnar sem vorum að stelast í barinn en í eitt skiptið fór partýið dáldið úr böndunum og hótelið fylltist af fólki sem var að drekka "frítt" á barnum. Við semsagt kláruðum allt vínið á barnum og samkvæmt óljósum minningum og frásögn vinkvenna lagðist ég undir kranann til að reyna að sjúga út síðustu bjórdropana. Skyldi það hafa verið þetta kvöld sem ég fékk nóg af bjór?
Ég klukka Hafný, Sigrúnu, Sólveigu, Bjarneyju og Kötu súkkulaði.
Vona að þið hafið notið þessara useless info ;o)
Chao, bella.
Tíkin.
|
Þá var ég klukkuð, af Hannslínu, og á því að segja frá 5 useless information um sjálfa mig. Here goes:
1. Ég hef æft Fimleika, Dans, Jazzballet, Frjálsar og körfubolta en gæti ekki rass í neinu af þessu í dag.
2. Ég slóst síðast við bróðir minn (sem er einu ári eldri en ég) þegar ég var 18 ára.
3. Ég þjáist af fullkomnunaráráttu en samt er heimili mitt alltaf í rúst.
4. Ég er haldin ofsahræðslu við geitunga og býflugur og bara síðast í dag lenti ég í að það var brjálaður geitungur inní eldhúsi þannig að ég lokaði mig inní svefnherbergi og þorði ekki fram. Þ.e. ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég gat ekki fengið neinn til að koma og bjarga mér. Þá neyddist ég til að fara fram, með tárin í augunum af hræðslu. Á svona stundum sakna ég þess mjög mikið að hafa Thelmu mína í nánast næsta húsi.
5. Þegar ég var 15 ára átti ég vinkonu sem bjó á hóteli í Hveragerði. Mamma hennar var oft í einhverjum viðskiptaferðum og þá var oftar en ekki haldið partý á hótelinu, oft vorum það þó bara við vinkonurnar sem vorum að stelast í barinn en í eitt skiptið fór partýið dáldið úr böndunum og hótelið fylltist af fólki sem var að drekka "frítt" á barnum. Við semsagt kláruðum allt vínið á barnum og samkvæmt óljósum minningum og frásögn vinkvenna lagðist ég undir kranann til að reyna að sjúga út síðustu bjórdropana. Skyldi það hafa verið þetta kvöld sem ég fékk nóg af bjór?
Ég klukka Hafný, Sigrúnu, Sólveigu, Bjarneyju og Kötu súkkulaði.
Vona að þið hafið notið þessara useless info ;o)
Chao, bella.
Tíkin.