<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 01, 2005

Djamm, djamm, djamm...

Síðustu helgi var ég á blómstrandi dögum á geggjuðu djammi. Djammið byrjaði með Jónka, Smára og Svölu en áður en ég vissi af var ég, Hafný og Tinna farnar að drösla hvor annarri útum allt. Bara eins og í gamla daga ;o) Þetta var svaka fjör og það var mikið af fólki þarna, allavegana það mikið að mér tókst alveg að fara á mis við Erlu og Bergþór allt kvöldið. Endaði svo í einhverju partýi uppí Arnarheiði hjá einhverjum sem ég þekkti ekki neitt og ákvað svo að fara heim um sexleytið þegar ég fattaði loksins hvað ég var hrikalega drukkin :Þ

Ég er svo búin að vera handónýt alla vikuna að drepast úr kvefi og beinverkjum þannig að ég ákvað að fara til læknis og komst þá að því að þessi kvefvírus sem ég náði mér í í júní er bara ekki ennþá tilbúinn að leyfa mér að vera í friði!

Skotta mín er búin að vera veik þannig að ég hringdi í dýralækninn og komst þá að því að það er líklegast útaf þessum helvítis geitung sem hún danglaði í í síðustu viku. Ég þoli ekki geitunga. Núna er ég að láta Skottu fasta í sólarhring og þarf svo smám saman að byrja að gefa henni að borða aftur. Veit ekki alveg hversu mikið ég á eftir að vera að meika að horfa á hana væla yfir hungri. Get t.d. ekki hugsað mér að borða fyrir framan hana, það væri bara kvikyndisskapur. Litla greyið. Dísús hvað maður verður eitthvað áhyggjufullur, vá.

Á laugardaginn er ég svo að fara í hópeflisferð með öllu þjónustusviðinu hjá Og Vodafone og ég og önnur stelpa erum foringjar í okkar hóp. Ég held að þetta verði rosa mikið fjör (og fyllerí), allavegana eru skemmtilegar umræður um nöfn og heróp í gangi í hópnum mínum núna ;o)

Jæja, back to work. Chao bella.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com