<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 08, 2005

Dáin...?

Nei, ég er ekki dáin. Þó svo ég hafi kannski ekki verið mjög hress svona undir lokin á laugardagskvöldið ;o) Hvata/óvissuferðinni okkar var frestað þangað til í október þar sem það er verið að sameina okkar svið og sölusvið, þannig að þau komist líka með. Í staðinn var okkur boðið út að borða og í frían bjór á Kaffi Reykjavík. Ég er að sjálfsögðu alltaf jafn gáfuð og drekk bjór ef hann er frír og verð svo bara veik af honum og syfjuð. Í hvert skipti þykist ég vera hætt að drekka bjór, alveg þangað til að það er næst frír bjór í boði :-P

Í þessari viku er búið að vera rosa mikið að gera í vinnunni og ég þurfti að taka auka hjá Stöð 2 í gær og þessvegna er ég ekkert búin að blogga. Næstu helgi ætla ég svo að reyna að taka því bara rólega þar sem ég er núna búin að djamma 3 helgar í röð og meira djamm á næstunni :o)

Greyið Skotta mín er loksins öll að koma til en hún er svo létt núna að ég er eiginlega með dáldið miklar áhyggjur. Veit ekki alveg hvað er hægt að gera til að þyngja hana, sérstaklega þar sem hún má núna í einhvern tíma bara fá eitthvað spes fóður fyrir viðkvæman maga og vatn :-(

Rosalega verður skrýtið þegar Sólveig verður farin út. Veit ekki alveg á hvaða snyrtistofu ég á að fara þegar ég þarf að fara í litun og plokkun, hvort ég eigi kannski bara að halda mig við Helenu fögru þó svo það verði engin Sólveig.

Allavegana, back to work.
Chao bella.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com