föstudagur, ágúst 26, 2005
Blaaaaa.......
Á eftir 2 tíma í vinnunni og er gjörsamlega að mygla úr leiðindum. Það er svoooo rólegt hérna að ég er búin að lesa öll blogg sem ég veit um (og nokkur út frá þeim) og er ekki ánægð með hversu margir bloggarar virðast vera í sumarfríi frá blogginu sínu. Ég er löngu komin með ógeð á öllum svona mindless leikjum sem hægt er að spila á netinu og veit ekkert hvað ég á af mér að gera :-(
En svo ég tali nú um eitthvað skemmtilegra, þá fór ég á myndina Broken Flowers í gær í boði Og Vodafone. Fyrir hlé skemmti ég mér konunglega en var svo pínu spæld yfir hvað mér fannst myndin smá dala eftir hlé og hafði engan endi. En svo er nebbla málið að ég get ekki hætt að hugsa um myndina og þeim mun meira sem ég hugsa um hana þeim mun betri finnst mér hún þannig að ég er bara ánægð með hana. Hún var líka mjög fyndin á einhvern furðulegan hátt.
Ok, ég verð að röfla smá. Í janúar ákvað ég að kaupa mér kort í Hress í Hafnarfirði. Þegar ég var að pæla í hvað væri best að gera þar sem ég vissi að ég myndi líklegast flytja úr Hafnarfirðinum á árinu, þá sagði gaurinn í Hress mér að ég gæti alveg orðið "áskrifandi" í vinaklúbbnum að árskorti og ég myndi þá bara skila inn kortasamningnum til Euro þegar ég vildi hætta. Svo kemur að því að flytja í Rvk. í júní og þá ákvað ég bara til öryggis að spyrja í Hress hvort ég þyrfti ekki að skrifa undir uppsögn eða eitthvað svoleiðis. Nei, nei, ég þurfti sko ekkert að gera neitt þannig, bara skila inn samningnum. Auðvitað skila ég svo bara inn samningnum til Euro en viti menn, fæ ég ekki bara 28 þús. kr. reikning í síðustu viku frá Hress, fyrir restina af árinu! Mín var að sjálfsögðu ekki sátt við þetta þannig að ég hringdi upp í Hress og hitti þá akkúrat á eigandann og jú, jú, þá átti ég bara víst að skrifa undir eitthvað uppsagnarblað sem þau eru með og skila inn kortinu (konan sem ég talaði við í júní vildi ekki taka kortið mitt) þannig að í fyrramálið þarf ég að bruna útí Hafnarfjörð til að ganga frá þessu svo ég sleppi við að borga reikninginn!!!
Ég verð bara að segja að mér fannst pínu skrýtið að þurfa ekki einu sinni að skila inn kortinu en ég bara svo hryllilega pirruð yfir því að kellingin hafi ekki bara getað klárað þetta þegar ég var að spyrja um þetta. Oh, jæja. Það þýðir víst ekkert að vera að pirra sig á einhverju svona. Þessvegna ætla ég líka að drífa þetta af á morgun og bruna svo í Hveró í ammælisgrill og blómstrandi daga.
Chao, bella.
|
Á eftir 2 tíma í vinnunni og er gjörsamlega að mygla úr leiðindum. Það er svoooo rólegt hérna að ég er búin að lesa öll blogg sem ég veit um (og nokkur út frá þeim) og er ekki ánægð með hversu margir bloggarar virðast vera í sumarfríi frá blogginu sínu. Ég er löngu komin með ógeð á öllum svona mindless leikjum sem hægt er að spila á netinu og veit ekkert hvað ég á af mér að gera :-(
En svo ég tali nú um eitthvað skemmtilegra, þá fór ég á myndina Broken Flowers í gær í boði Og Vodafone. Fyrir hlé skemmti ég mér konunglega en var svo pínu spæld yfir hvað mér fannst myndin smá dala eftir hlé og hafði engan endi. En svo er nebbla málið að ég get ekki hætt að hugsa um myndina og þeim mun meira sem ég hugsa um hana þeim mun betri finnst mér hún þannig að ég er bara ánægð með hana. Hún var líka mjög fyndin á einhvern furðulegan hátt.
Ok, ég verð að röfla smá. Í janúar ákvað ég að kaupa mér kort í Hress í Hafnarfirði. Þegar ég var að pæla í hvað væri best að gera þar sem ég vissi að ég myndi líklegast flytja úr Hafnarfirðinum á árinu, þá sagði gaurinn í Hress mér að ég gæti alveg orðið "áskrifandi" í vinaklúbbnum að árskorti og ég myndi þá bara skila inn kortasamningnum til Euro þegar ég vildi hætta. Svo kemur að því að flytja í Rvk. í júní og þá ákvað ég bara til öryggis að spyrja í Hress hvort ég þyrfti ekki að skrifa undir uppsögn eða eitthvað svoleiðis. Nei, nei, ég þurfti sko ekkert að gera neitt þannig, bara skila inn samningnum. Auðvitað skila ég svo bara inn samningnum til Euro en viti menn, fæ ég ekki bara 28 þús. kr. reikning í síðustu viku frá Hress, fyrir restina af árinu! Mín var að sjálfsögðu ekki sátt við þetta þannig að ég hringdi upp í Hress og hitti þá akkúrat á eigandann og jú, jú, þá átti ég bara víst að skrifa undir eitthvað uppsagnarblað sem þau eru með og skila inn kortinu (konan sem ég talaði við í júní vildi ekki taka kortið mitt) þannig að í fyrramálið þarf ég að bruna útí Hafnarfjörð til að ganga frá þessu svo ég sleppi við að borga reikninginn!!!
Ég verð bara að segja að mér fannst pínu skrýtið að þurfa ekki einu sinni að skila inn kortinu en ég bara svo hryllilega pirruð yfir því að kellingin hafi ekki bara getað klárað þetta þegar ég var að spyrja um þetta. Oh, jæja. Það þýðir víst ekkert að vera að pirra sig á einhverju svona. Þessvegna ætla ég líka að drífa þetta af á morgun og bruna svo í Hveró í ammælisgrill og blómstrandi daga.
Chao, bella.
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
|miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Blómstrandi dagar og bíó.
Á morgun er ég að fara í bíó að sjá forsýningu á myndinni Broken Flowers með Bill Murray. Og Vodafone býður í bíó og frítt popp og kók :o)
Um helgina er svo komið að Blómstrandi dögum og þá er stefnan tekin á djamm í Hveragerði. Familían ætlar svo að safnast saman í Laufskógunum á laugardaginn og grilla í tilefni fimmtugsafmælis mömmu.
3. september fer ég svo í óvissuferð með þjónustuverinu og 24. september verður árshátíð Og Vodafone þannig að það er nóg af djammi framundan :þ
Svo var ég líka að bæta við 3 nýjum linkum, á bloggið hennar Báru, tímaþjófinn Bubbles og á síðuna hans Einsa Braga, VeraHvergi.
Chao, bella.
|
Á morgun er ég að fara í bíó að sjá forsýningu á myndinni Broken Flowers með Bill Murray. Og Vodafone býður í bíó og frítt popp og kók :o)
Um helgina er svo komið að Blómstrandi dögum og þá er stefnan tekin á djamm í Hveragerði. Familían ætlar svo að safnast saman í Laufskógunum á laugardaginn og grilla í tilefni fimmtugsafmælis mömmu.
3. september fer ég svo í óvissuferð með þjónustuverinu og 24. september verður árshátíð Og Vodafone þannig að það er nóg af djammi framundan :þ
Svo var ég líka að bæta við 3 nýjum linkum, á bloggið hennar Báru, tímaþjófinn Bubbles og á síðuna hans Einsa Braga, VeraHvergi.
Chao, bella.
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Æ,æ...
Ég varð að setja þetta hérna inn. Ef það er einhver sem getur giskað á hvaða atriði í þessari syrpu er mjög líkt dálitlu sem ég gerði þegar ég var 6 ára, þá fær sá hinn sami una cervesa on me!
;o)
|
Ég varð að setja þetta hérna inn. Ef það er einhver sem getur giskað á hvaða atriði í þessari syrpu er mjög líkt dálitlu sem ég gerði þegar ég var 6 ára, þá fær sá hinn sami una cervesa on me!
;o)
Partý
Á laugardaginn hélt ég smá partý sem var reyndar fámennt, en góðmennt ;o) Við vorum rosa heppin með veður og grilluðum (pabbi var svo almennilegur að grilla)og sátum svo frameftir í mjög heitum umræðum og hlustuðum á tónlist. Ég verð nú samt að segja að mér fannst dáldið fyndið að það fólk sem er búið að vera rukka okkur Jónka um partý í lengri tíma mætti ekki!
Á laugardeginum komu pabbi og mamma snemma í bæinn og ég fór með þeim í Ikea, Bónus og ríkið. Þau voru svo sæt að kaupa kommóðu handa okkur Jónka, grillmat og hvítvín með matnum. Heppin ég :o) Svo þegar við komum heim, þá hjálpuðu þau okkur að gera matinn tilbúinn fyrir grillið og mamma skúraði gólfin á meðan við Jónki lögðum lokahönd á þrifin fyrir partýið. Það er sko gott að eiga góða að.
Á sunnudeginum vorum við svo ótrúlega dugleg og vöknuðum frekar snemma og fórum beint í að mata uppþvottavélina (kom sér mjög vel að hafa uppþvottavél :-), skúruðum yfir gólfin, gengum frá tómu flöskunum, settum saman nýju kommóðuna og borðuðum kökuna og tertuna sem mamma og pabbi komu með á laugardeginum :-D
Í gær flutti svo Hjalti til okkar og á morgun byrjar hann í skólanum. Ég er ekki ennþá alveg farin að átta mig á þessu og fyrst þegar ég vaknaði í morgun mundi ég t.d. ekki eftir því að hann væri heima ;o)
Í kvöld ákvað ég að blogga í vinnunni þar sem það var svo steindautt hérna í gærkvöldi en það er semsagt búið að taka mig þrjá og hálfan tíma að skrifa þetta þar sem það er búið að vera frekar crazy hjá okkur í kvöld.
Verð að fara, adios amigos.
|
Á laugardaginn hélt ég smá partý sem var reyndar fámennt, en góðmennt ;o) Við vorum rosa heppin með veður og grilluðum (pabbi var svo almennilegur að grilla)og sátum svo frameftir í mjög heitum umræðum og hlustuðum á tónlist. Ég verð nú samt að segja að mér fannst dáldið fyndið að það fólk sem er búið að vera rukka okkur Jónka um partý í lengri tíma mætti ekki!
Á laugardeginum komu pabbi og mamma snemma í bæinn og ég fór með þeim í Ikea, Bónus og ríkið. Þau voru svo sæt að kaupa kommóðu handa okkur Jónka, grillmat og hvítvín með matnum. Heppin ég :o) Svo þegar við komum heim, þá hjálpuðu þau okkur að gera matinn tilbúinn fyrir grillið og mamma skúraði gólfin á meðan við Jónki lögðum lokahönd á þrifin fyrir partýið. Það er sko gott að eiga góða að.
Á sunnudeginum vorum við svo ótrúlega dugleg og vöknuðum frekar snemma og fórum beint í að mata uppþvottavélina (kom sér mjög vel að hafa uppþvottavél :-), skúruðum yfir gólfin, gengum frá tómu flöskunum, settum saman nýju kommóðuna og borðuðum kökuna og tertuna sem mamma og pabbi komu með á laugardeginum :-D
Í gær flutti svo Hjalti til okkar og á morgun byrjar hann í skólanum. Ég er ekki ennþá alveg farin að átta mig á þessu og fyrst þegar ég vaknaði í morgun mundi ég t.d. ekki eftir því að hann væri heima ;o)
Í kvöld ákvað ég að blogga í vinnunni þar sem það var svo steindautt hérna í gærkvöldi en það er semsagt búið að taka mig þrjá og hálfan tíma að skrifa þetta þar sem það er búið að vera frekar crazy hjá okkur í kvöld.
Verð að fara, adios amigos.
mánudagur, ágúst 15, 2005
Menningarnótt
Á laugardaginn verður menningarnótt þannig að við Jónki ætlum að hafa smá "hitting" hjá okkur áður en farið verður niðrí bæ. Við ætlum að hafa kveikt á grillinu þannig að ef einhverjir vilja koma með kjöt á grillið þá er það alveg velkomið, en ekki skylda.
Meira síðar...
|
Á laugardaginn verður menningarnótt þannig að við Jónki ætlum að hafa smá "hitting" hjá okkur áður en farið verður niðrí bæ. Við ætlum að hafa kveikt á grillinu þannig að ef einhverjir vilja koma með kjöt á grillið þá er það alveg velkomið, en ekki skylda.
Meira síðar...
laugardagur, ágúst 13, 2005
Sumarið er tíminn...
Ég held ég skelli mér í grill-gírinn í kvöld, er það ekki málið í svona góðu veðri?
Þá er Hjalti að fara flytja til okkar eftir viku! Merkilegt hvað þetta er fljótt að líða. Einn af kostunum við að fá Hjalta til okkar er að fá heimabíóið hans, hehe ;o)
Ég er búin að komast að því að ég er komin með ógeð á að flytja. Ég er semsagt ekki ennþá búin að klára að koma mér fyrir og ég er ekkert að nenna að klára það. Það er nú ekkert rosalega mikið eftir en það er samt furðu auðvelt að finna sér alltaf eitthvað annað að gera. Nennir ekki einhver að koma og sparka í rassinn á mér?
Þá er ég byrjuð að taka aukavinnu hjá þjónustuveri Stöðvar 2. Þessa helgi er ég t.d. að taka auka bæði í dag og á morgun. Þó svo ég sé kannski ekki alveg að nenna að vera að taka svona auka helgar, Þá veit ég að ég á eftir að verða sátt þegar ég fæ útborgað. Og svo er þetta eitthvað svo miklu auðveldari vinna en hjá Og Vodafone, maður er bara að leggja kapal og blogga og svona :-P
Grillmeistarinn kveður að sinni...
|
Ég held ég skelli mér í grill-gírinn í kvöld, er það ekki málið í svona góðu veðri?
Þá er Hjalti að fara flytja til okkar eftir viku! Merkilegt hvað þetta er fljótt að líða. Einn af kostunum við að fá Hjalta til okkar er að fá heimabíóið hans, hehe ;o)
Ég er búin að komast að því að ég er komin með ógeð á að flytja. Ég er semsagt ekki ennþá búin að klára að koma mér fyrir og ég er ekkert að nenna að klára það. Það er nú ekkert rosalega mikið eftir en það er samt furðu auðvelt að finna sér alltaf eitthvað annað að gera. Nennir ekki einhver að koma og sparka í rassinn á mér?
Þá er ég byrjuð að taka aukavinnu hjá þjónustuveri Stöðvar 2. Þessa helgi er ég t.d. að taka auka bæði í dag og á morgun. Þó svo ég sé kannski ekki alveg að nenna að vera að taka svona auka helgar, Þá veit ég að ég á eftir að verða sátt þegar ég fæ útborgað. Og svo er þetta eitthvað svo miklu auðveldari vinna en hjá Og Vodafone, maður er bara að leggja kapal og blogga og svona :-P
Grillmeistarinn kveður að sinni...
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Nýtt nick?
Respect
|
My goddamn rock solid ghetto shiznit name is Fellatio Teapot, Yo.
What's yours?
Powered by Rum and Monkey.
Respect