laugardagur, ágúst 13, 2005
Sumarið er tíminn...
Ég held ég skelli mér í grill-gírinn í kvöld, er það ekki málið í svona góðu veðri?
Þá er Hjalti að fara flytja til okkar eftir viku! Merkilegt hvað þetta er fljótt að líða. Einn af kostunum við að fá Hjalta til okkar er að fá heimabíóið hans, hehe ;o)
Ég er búin að komast að því að ég er komin með ógeð á að flytja. Ég er semsagt ekki ennþá búin að klára að koma mér fyrir og ég er ekkert að nenna að klára það. Það er nú ekkert rosalega mikið eftir en það er samt furðu auðvelt að finna sér alltaf eitthvað annað að gera. Nennir ekki einhver að koma og sparka í rassinn á mér?
Þá er ég byrjuð að taka aukavinnu hjá þjónustuveri Stöðvar 2. Þessa helgi er ég t.d. að taka auka bæði í dag og á morgun. Þó svo ég sé kannski ekki alveg að nenna að vera að taka svona auka helgar, Þá veit ég að ég á eftir að verða sátt þegar ég fæ útborgað. Og svo er þetta eitthvað svo miklu auðveldari vinna en hjá Og Vodafone, maður er bara að leggja kapal og blogga og svona :-P
Grillmeistarinn kveður að sinni...
|
Ég held ég skelli mér í grill-gírinn í kvöld, er það ekki málið í svona góðu veðri?
Þá er Hjalti að fara flytja til okkar eftir viku! Merkilegt hvað þetta er fljótt að líða. Einn af kostunum við að fá Hjalta til okkar er að fá heimabíóið hans, hehe ;o)
Ég er búin að komast að því að ég er komin með ógeð á að flytja. Ég er semsagt ekki ennþá búin að klára að koma mér fyrir og ég er ekkert að nenna að klára það. Það er nú ekkert rosalega mikið eftir en það er samt furðu auðvelt að finna sér alltaf eitthvað annað að gera. Nennir ekki einhver að koma og sparka í rassinn á mér?
Þá er ég byrjuð að taka aukavinnu hjá þjónustuveri Stöðvar 2. Þessa helgi er ég t.d. að taka auka bæði í dag og á morgun. Þó svo ég sé kannski ekki alveg að nenna að vera að taka svona auka helgar, Þá veit ég að ég á eftir að verða sátt þegar ég fæ útborgað. Og svo er þetta eitthvað svo miklu auðveldari vinna en hjá Og Vodafone, maður er bara að leggja kapal og blogga og svona :-P
Grillmeistarinn kveður að sinni...