þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Partý
Á laugardaginn hélt ég smá partý sem var reyndar fámennt, en góðmennt ;o) Við vorum rosa heppin með veður og grilluðum (pabbi var svo almennilegur að grilla)og sátum svo frameftir í mjög heitum umræðum og hlustuðum á tónlist. Ég verð nú samt að segja að mér fannst dáldið fyndið að það fólk sem er búið að vera rukka okkur Jónka um partý í lengri tíma mætti ekki!
Á laugardeginum komu pabbi og mamma snemma í bæinn og ég fór með þeim í Ikea, Bónus og ríkið. Þau voru svo sæt að kaupa kommóðu handa okkur Jónka, grillmat og hvítvín með matnum. Heppin ég :o) Svo þegar við komum heim, þá hjálpuðu þau okkur að gera matinn tilbúinn fyrir grillið og mamma skúraði gólfin á meðan við Jónki lögðum lokahönd á þrifin fyrir partýið. Það er sko gott að eiga góða að.
Á sunnudeginum vorum við svo ótrúlega dugleg og vöknuðum frekar snemma og fórum beint í að mata uppþvottavélina (kom sér mjög vel að hafa uppþvottavél :-), skúruðum yfir gólfin, gengum frá tómu flöskunum, settum saman nýju kommóðuna og borðuðum kökuna og tertuna sem mamma og pabbi komu með á laugardeginum :-D
Í gær flutti svo Hjalti til okkar og á morgun byrjar hann í skólanum. Ég er ekki ennþá alveg farin að átta mig á þessu og fyrst þegar ég vaknaði í morgun mundi ég t.d. ekki eftir því að hann væri heima ;o)
Í kvöld ákvað ég að blogga í vinnunni þar sem það var svo steindautt hérna í gærkvöldi en það er semsagt búið að taka mig þrjá og hálfan tíma að skrifa þetta þar sem það er búið að vera frekar crazy hjá okkur í kvöld.
Verð að fara, adios amigos.
|
Á laugardaginn hélt ég smá partý sem var reyndar fámennt, en góðmennt ;o) Við vorum rosa heppin með veður og grilluðum (pabbi var svo almennilegur að grilla)og sátum svo frameftir í mjög heitum umræðum og hlustuðum á tónlist. Ég verð nú samt að segja að mér fannst dáldið fyndið að það fólk sem er búið að vera rukka okkur Jónka um partý í lengri tíma mætti ekki!
Á laugardeginum komu pabbi og mamma snemma í bæinn og ég fór með þeim í Ikea, Bónus og ríkið. Þau voru svo sæt að kaupa kommóðu handa okkur Jónka, grillmat og hvítvín með matnum. Heppin ég :o) Svo þegar við komum heim, þá hjálpuðu þau okkur að gera matinn tilbúinn fyrir grillið og mamma skúraði gólfin á meðan við Jónki lögðum lokahönd á þrifin fyrir partýið. Það er sko gott að eiga góða að.
Á sunnudeginum vorum við svo ótrúlega dugleg og vöknuðum frekar snemma og fórum beint í að mata uppþvottavélina (kom sér mjög vel að hafa uppþvottavél :-), skúruðum yfir gólfin, gengum frá tómu flöskunum, settum saman nýju kommóðuna og borðuðum kökuna og tertuna sem mamma og pabbi komu með á laugardeginum :-D
Í gær flutti svo Hjalti til okkar og á morgun byrjar hann í skólanum. Ég er ekki ennþá alveg farin að átta mig á þessu og fyrst þegar ég vaknaði í morgun mundi ég t.d. ekki eftir því að hann væri heima ;o)
Í kvöld ákvað ég að blogga í vinnunni þar sem það var svo steindautt hérna í gærkvöldi en það er semsagt búið að taka mig þrjá og hálfan tíma að skrifa þetta þar sem það er búið að vera frekar crazy hjá okkur í kvöld.
Verð að fara, adios amigos.