<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 16, 2008

Ójá...

Hversu svalt væri að þeysast um götur borgarinnar á einu slíku:



Annars finnst mér ég eitursvöl þessa dagana, sérstaklega í gula samfestingnum mínum með nýju sólgleraugun mín og þá enn frekar tilhugsunin um að eyða nokkrum dögum í ágúst með ömmu uppí bústað í Skorradal, róa út á vatnið og veiða, enda svo daginn í heita pottinum með diskóljósunum...

Mér þykir ótrúlega vænt um ömmu mína sem er það mikið krútt að hún hringdi sérstaklega í mig til að kveðja áður en hún smellti sér til Londres. Er að gellast í London þessa dagana og fer á útskrift Sólveigar á morgun. Verð að viðurkenna að það örlar á smá öfund. Væri alveg til í að vera að gellast í London akkúrat núna, fara á útskriftina á morgun og útskriftarsýninguna á miðvikudaginn.

Langar einmitt að óska Sólveigu til hamingju með að vera orðin forvörður. Hrikalega svalur titill.

Allt rosa svalt í dag...

Heyrumst,
Helga

|

sunnudagur, júní 08, 2008


Vinátta

Það er svo ómetanlegt að eiga góða vini. Undanfarnar vikur hef ég verið í nánast stöðugu hláturskasti, eða alveg frá Alicante ferðinni. Held að gærkvöldið hafi líka skapað nokkur moment sem eigi eftir að valda hlátursköstum næstu vikurnar. Svo var líka sagt ein sú fallegasta setning sem hefur verið sögð við mig í gær af góðum vini. Ég bara táraðist, harðkjarninn sjálfur, þetta var svo fallegt :)

Það er komið sumar, sé fyrir mér yndislega sumardaga í góðra vina hópi. Get ekki beðið...

Heyrumst,
Helga.

|

fimmtudagur, júní 05, 2008

Blahhh...

Hvernig stendur á því að þegar ég er loksins búin að taka einhverjar ákvarðanir í lífinu og veit loksins hvað ég vil gera, þá hefur mér aldrei fundist ég jafn týnd og akkúrat nú..?

Finnst ég svo eirðarlaus og stefnulaus, þrátt fyrir að hafa aldrei áður haft jafn markvissa stefnu. Get varla setið kyrr né klárað heila hugsun.

Held að bið og þolinmæði séu ekki á mínu bandi.

Er annars að spá í að selja bílinn minn. Tími ekki lengur að eiga bíl. Svo er líka kominn göngustígur alla leiðina heiman frá mér niðrí vinnu þannig að ég get alveg hjólað í vinnuna, nú eða labbað.

Jæja, gott í bili.
Helga

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com