<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 05, 2008

Blahhh...

Hvernig stendur á því að þegar ég er loksins búin að taka einhverjar ákvarðanir í lífinu og veit loksins hvað ég vil gera, þá hefur mér aldrei fundist ég jafn týnd og akkúrat nú..?

Finnst ég svo eirðarlaus og stefnulaus, þrátt fyrir að hafa aldrei áður haft jafn markvissa stefnu. Get varla setið kyrr né klárað heila hugsun.

Held að bið og þolinmæði séu ekki á mínu bandi.

Er annars að spá í að selja bílinn minn. Tími ekki lengur að eiga bíl. Svo er líka kominn göngustígur alla leiðina heiman frá mér niðrí vinnu þannig að ég get alveg hjólað í vinnuna, nú eða labbað.

Jæja, gott í bili.
Helga

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com