<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 23, 2005

Jibbí...

Jólin eru á morgun :o)

Fólk er að deyja úr jólastressi en mér er alveg sama. Læt það ekki eyðileggja mína jólagleði. Er að fara heim að skreyta jólatréð eftir vinnu, jibbí ;o)

Ætla að reyna að ná í hádegismatinn hjá pabba og mömmu á morgun. Mmmm... hangikjöt og laufabrauð. Hef nebblega ekki verið í hádeginu hjá þeim í þó nokkur ár, alltaf verið að vinna fram yfir hádegismatinn. Gaman, gaman.

Gleðileg jól,
Helga.

|

fimmtudagur, desember 15, 2005

Talandi um að deyja úr skömm.

Hjá mér var viðgerðarmaður í morgun vegna uppþvottavélarinnar. Við héldum nefnilega að það væri eitthvað að henni, hún var farin að freyða svo mikið. Nei, nei. Ekkert að uppþvottavélinni, við erum bara mestu lúðar í heimi og settum gljáann í vitlaust hólf!!!

Langar mann til að hverfa oní jörðina á svona momentum eða hvað ;-)

|

þriðjudagur, desember 13, 2005

Your Birthdate: August 22

You tend to be understated and under appreciated.
You have a hidden force to do amazing things, doing them your own way.
People may see you as strange and shy, but they know little.
Your unconventional ways have more power than they (and even you) know.

Your strength: Standing up for what you know is true

Your weakness: You tend to be picky and rigid

Your power color: Silver

Your power symbol: Square

Your power month: April
What Does Your Birth Date Mean?


He, he. Er sammála öllu þessu nema litnum. Get ekki sagt að silfur sé minn litur, ekki nema kannski í skartgripum ;o)

Kveðja, Helga jákvæða.

|

sunnudagur, desember 11, 2005

Senn koma jólin...

...og ég ætti að vera að þrífa og skreyta núna en er alls ekki að nenna því. Svaf alltof lengi, vaknaði mátulega til að ná að sjá Nágranna, át yfir mig af nammi (nammidagur í dag :-) og er að reyna að hafa mig í að vera dugleg núna.

Í gær fór ég í Hveró í laufabrauð. Var reyndar komin dáldið seint þar sem ég fór í ræktina, ljós og litun og klippingu áður, en náði samt að skera út nokkrar kökur :o)

Á fimmtudaginn fór ég á tónleika með Jazzbandinu hans Palla, Smáaurunum, á Kaffi Rósenberg. Það var rosalega gaman en ég áttaði mig á að ég kann ekki lengur að sitja kyrr og njóta tónlistarinnar. Dauðsá eftir að hafa ekki tekið með mér blokk og blýant til að rissa á meðan ég var að hlusta. Þar sem ég átti mjög erfitt með að sitja kyrr tók ég upp símann minn og var að leggja kapal í honum á meðan ég hlustaði. Mig grunaði að Palli myndi commenta eitthvað á það og jú, jú; "Þú hefðir nú alveg getað verið heima í símanum". Sorry Palli minn ef þetta kom út eins og ég væri áhugalaus en það var ekki málið, ég var virkilega að fíla tónlistina. Kannski var ég líka ennþá upp tjúnuð eftir alla aukavinnuna, hver veit, en ég allavegana gat ekki með nokkru móti setið kyrr og bara notið þess að hlusta ;o)

Allavegana, takk fyrir mig. Ég vona að mér verði samt boðið á næstu tónleika :-P

Jæja. Best að reyna að koma sér í tiltektargírinn.

Heyrumst,
Helga, ofuránægð þessa dagana!

|

fimmtudagur, desember 08, 2005

Myndablogg 

Smàaurarnir à Kaffi Ròsenberg.
Myndina sendi Ég


|

fimmtudagur, desember 01, 2005

Crazy busy...

Hef í rauninni engan tíma til að skrifa. Trúi því varla að mér hafi tekist að troða því að. ;o) Ætla því að setja inn í mjög stuttu máli hvað ég er búin að vera að bralla og er að fara að bralla.

- Skoða íbúðir.
- Fara á jólahlaðborð.
- Vinna.
- Vera ógeðslega dugleg í ræktinni (hrós handa mér :-).
- Vinna meira.
- Versla allar nema þrjár jólagjafir í Hagkaup á 20% afslætti.
- Vinna ennþá meira.
- Laufabrauð eftir rúma viku.
- og svo að sjálfsögðu jólaundirbúningurinn :o)

Verð að tjá mig betur síðar. Er að reyna að smá tína inn myndum og bæta í linkana ;o)

Heyrumst, Helga ofurjákvæða.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com