<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, desember 11, 2005

Senn koma jólin...

...og ég ætti að vera að þrífa og skreyta núna en er alls ekki að nenna því. Svaf alltof lengi, vaknaði mátulega til að ná að sjá Nágranna, át yfir mig af nammi (nammidagur í dag :-) og er að reyna að hafa mig í að vera dugleg núna.

Í gær fór ég í Hveró í laufabrauð. Var reyndar komin dáldið seint þar sem ég fór í ræktina, ljós og litun og klippingu áður, en náði samt að skera út nokkrar kökur :o)

Á fimmtudaginn fór ég á tónleika með Jazzbandinu hans Palla, Smáaurunum, á Kaffi Rósenberg. Það var rosalega gaman en ég áttaði mig á að ég kann ekki lengur að sitja kyrr og njóta tónlistarinnar. Dauðsá eftir að hafa ekki tekið með mér blokk og blýant til að rissa á meðan ég var að hlusta. Þar sem ég átti mjög erfitt með að sitja kyrr tók ég upp símann minn og var að leggja kapal í honum á meðan ég hlustaði. Mig grunaði að Palli myndi commenta eitthvað á það og jú, jú; "Þú hefðir nú alveg getað verið heima í símanum". Sorry Palli minn ef þetta kom út eins og ég væri áhugalaus en það var ekki málið, ég var virkilega að fíla tónlistina. Kannski var ég líka ennþá upp tjúnuð eftir alla aukavinnuna, hver veit, en ég allavegana gat ekki með nokkru móti setið kyrr og bara notið þess að hlusta ;o)

Allavegana, takk fyrir mig. Ég vona að mér verði samt boðið á næstu tónleika :-P

Jæja. Best að reyna að koma sér í tiltektargírinn.

Heyrumst,
Helga, ofuránægð þessa dagana!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com