þriðjudagur, mars 15, 2005
Vill einhver segja mér af hverju allt er hætt að virka?
Það virkar ekki almennilega composerinn minn á blogginu, það virkar ekki að setja myndir inn á tölvuna, aftur og það virkar bara ekki neitt sem ég þarf að gera og tengist tölvum og/eða rafmagni. Hvað er málið?
Um helgina skelltum við Jónki okkur í bíó. Við fórum á myndina Hitch, með Will Smith og gaurnum úr King of Queens. Ég verð bara að segja að myndin kom mér mjög svo á óvart, hún var bara þrælfín. Reyndar var hún með dáldið týpískum Hollywood endi, en það var alveg hægt að fyrirgefa það þar sem myndin var drullugóð.
Á föstudaginn keyptum við okkur þráðlausan router, þar sem usb módemið okkar var eitthvað gallað (enn og aftur eitthvað sem virkar ekki) og fengum með því nýja smásíu þannig að núna er heimasíminn aftur kominn í samband og ekkert mál að hringja í okkur ;o) Svo fór ég um kvöldið í Hveró til Thelmu minnar. Fór reyndar fyrst í mat til pabba og mömmu og fékk grillaðan kjúkling mmmmm.... Við horfðum svo á Idol á Pizza og kíktum svo í heimsókn til Smára og Svölu eftir það. Þannig að ég er loksins búin að sjá hrikalega flottu íbúðina þeirra. Hvað ætli sé annars langt síðan þau fluttu inn...? :-b
Á laugardeginum vakti Thelma mig kl 11, ath. Thelma er farin að vekja mig um helgar!! Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu... kannski þetta sé tengt óléttunni. Allavegana, við Thelma fórum okkar hefðbundnu ferð í bakaríið, sem er orðið að skyldu þegar ég kem í Hveró, og svo fórum ég, Thelma og Erla í Bónus. Hagsýnu húsmæðurnar að reyna að notfæra sér verðstríðið :-D
Af einhverri ástæðu man ég akkúrat núna eftir helling til að skrifa, en er akkúrat búin að vinna, þannig að ég verð að hætta. Vona að ég muni þetta allt næst ;o)
Heyrumst, Tíkin.
|
Það virkar ekki almennilega composerinn minn á blogginu, það virkar ekki að setja myndir inn á tölvuna, aftur og það virkar bara ekki neitt sem ég þarf að gera og tengist tölvum og/eða rafmagni. Hvað er málið?
Um helgina skelltum við Jónki okkur í bíó. Við fórum á myndina Hitch, með Will Smith og gaurnum úr King of Queens. Ég verð bara að segja að myndin kom mér mjög svo á óvart, hún var bara þrælfín. Reyndar var hún með dáldið týpískum Hollywood endi, en það var alveg hægt að fyrirgefa það þar sem myndin var drullugóð.
Á föstudaginn keyptum við okkur þráðlausan router, þar sem usb módemið okkar var eitthvað gallað (enn og aftur eitthvað sem virkar ekki) og fengum með því nýja smásíu þannig að núna er heimasíminn aftur kominn í samband og ekkert mál að hringja í okkur ;o) Svo fór ég um kvöldið í Hveró til Thelmu minnar. Fór reyndar fyrst í mat til pabba og mömmu og fékk grillaðan kjúkling mmmmm.... Við horfðum svo á Idol á Pizza og kíktum svo í heimsókn til Smára og Svölu eftir það. Þannig að ég er loksins búin að sjá hrikalega flottu íbúðina þeirra. Hvað ætli sé annars langt síðan þau fluttu inn...? :-b
Á laugardeginum vakti Thelma mig kl 11, ath. Thelma er farin að vekja mig um helgar!! Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu... kannski þetta sé tengt óléttunni. Allavegana, við Thelma fórum okkar hefðbundnu ferð í bakaríið, sem er orðið að skyldu þegar ég kem í Hveró, og svo fórum ég, Thelma og Erla í Bónus. Hagsýnu húsmæðurnar að reyna að notfæra sér verðstríðið :-D
Af einhverri ástæðu man ég akkúrat núna eftir helling til að skrifa, en er akkúrat búin að vinna, þannig að ég verð að hætta. Vona að ég muni þetta allt næst ;o)
Heyrumst, Tíkin.
miðvikudagur, mars 09, 2005
Bjartsýni?
Í gær gerðum við Jónki tilboð í íbúð á Laugarnesveginum, sem var btw hafnað. Allavegana, þetta var alveg æðislega kósí íbúð sem okkur langaði crazy mikið í, en ef ég á að segja alveg eins og er, þá erum við alveg við það að guggna á því að kaupa okkur íbúð. Það er nebblega allt of mikil geðveiki í gangi á fasteignamarkaðnum þessa stundina, svona ef þið hafið ekki tekið eftir því ;o) Annars erum við búin að ákveða að fara á c.a. 5 fasteignasölur og láta leita að íbúð fyrir okkur og gefa því nokkrar vikur. Ef ekkert kemur útúr því ætlum við bara að fara að leita okkur að leiguíbúð, við erum ekki alveg að nenna að kaupa eign á milljón yfir markaðsverði og vera kannski næstu 10 árin bara að borga vexti. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að fara hátt yfir uppsett verð, ég meina, hvar fær það peningana? Heldur fólk kannski að þegar maður getur tekið 100% lán, að þá þurfi ekkert að hugsa um hverjar afborganirnar verða? Ég er allavegana farin að sjá fyrir mér að ef þetta heldur áfram, þá muni verða slæmar afleiðingar fyrir þá sem þurfa að taka allt á lánum, eins og mig og Jónka, þannig að þá er kannski bara ágætt að vera ekki að flýta sér of mikið að kaupa.
Annars var Sólveig að segja mér góðu fréttirnar með skólann í London og ég á pottþétt eftir að fara að heimsækja hana þegar hún verður flutt út.
Á föstudaginn ætla ég svo í Hveró til Thelmu og við ætlum að horfa á úrslitakvöldið í Idol. Svo var ég að spá í að reyna að standa við margsvikið loforð um að heimsækja Smára og Svölu. Sem minnir mig á að þegar ég var í Glasgow hringdi Steinunn í mig og ég ætla að reyna að hitta hana fljótlega. Skyldi það einhverntímann takast, við erum búnar að vera að reyna að finna tíma til að hittast síðan síðasta sumar.
Jæja, ég er að verða búin í vinnunni og þarf að klára eitt mál áður en ég fer, þannig að...
...heyrumst.
|
Í gær gerðum við Jónki tilboð í íbúð á Laugarnesveginum, sem var btw hafnað. Allavegana, þetta var alveg æðislega kósí íbúð sem okkur langaði crazy mikið í, en ef ég á að segja alveg eins og er, þá erum við alveg við það að guggna á því að kaupa okkur íbúð. Það er nebblega allt of mikil geðveiki í gangi á fasteignamarkaðnum þessa stundina, svona ef þið hafið ekki tekið eftir því ;o) Annars erum við búin að ákveða að fara á c.a. 5 fasteignasölur og láta leita að íbúð fyrir okkur og gefa því nokkrar vikur. Ef ekkert kemur útúr því ætlum við bara að fara að leita okkur að leiguíbúð, við erum ekki alveg að nenna að kaupa eign á milljón yfir markaðsverði og vera kannski næstu 10 árin bara að borga vexti. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að fara hátt yfir uppsett verð, ég meina, hvar fær það peningana? Heldur fólk kannski að þegar maður getur tekið 100% lán, að þá þurfi ekkert að hugsa um hverjar afborganirnar verða? Ég er allavegana farin að sjá fyrir mér að ef þetta heldur áfram, þá muni verða slæmar afleiðingar fyrir þá sem þurfa að taka allt á lánum, eins og mig og Jónka, þannig að þá er kannski bara ágætt að vera ekki að flýta sér of mikið að kaupa.
Annars var Sólveig að segja mér góðu fréttirnar með skólann í London og ég á pottþétt eftir að fara að heimsækja hana þegar hún verður flutt út.
Á föstudaginn ætla ég svo í Hveró til Thelmu og við ætlum að horfa á úrslitakvöldið í Idol. Svo var ég að spá í að reyna að standa við margsvikið loforð um að heimsækja Smára og Svölu. Sem minnir mig á að þegar ég var í Glasgow hringdi Steinunn í mig og ég ætla að reyna að hitta hana fljótlega. Skyldi það einhverntímann takast, við erum búnar að vera að reyna að finna tíma til að hittast síðan síðasta sumar.
Jæja, ég er að verða búin í vinnunni og þarf að klára eitt mál áður en ég fer, þannig að...
...heyrumst.
laugardagur, mars 05, 2005
Þreyta, þreyta...
Ég verð nú bara að segja að þessi vika er búin að vera frekar strembin. Ég er ansi þreytt og hlakka mikið til að vera í fríi á morgun. Svo er ég bara alls ekki að ná að losa mig við þessa kvefdruslu :(
En yfir á skemmtilegri nótur. Síðasta helgi var æðisleg. Byrjaði reyndar á að sofa yfir mig á fimmtudagsmorgninum, en sem betur fer fékk ég far með Helgu og Ingó og þau vöktu mig, þannig að ég missti ekkert af vélinni eða neitt svoleiðis. Við vorum komin til Glasgow um 11 leytið og lögð af stað í verslunarleiðangur uppúr kl 12. Þessa helgi var mest um verslunarleiðangra og pöbbarölt. Svo var ansi oft sest á barinn í lobbýinu og borðað fullt af góðum mat. Á laugardeginum hafði ég svo ætlað að fara í skoðunarferð um borgina, en endaði á að rölta aðeins meira um verslunargöturnar og var svo bara komin snemma uppá hótel, á barinn að sjálfsögðu ;o)Það var líka alveg rosalega gaman að fá tækifæri til að kynnast fleirum í fyrirtækinu og líka á annan hátt en maður þekkir fólkið úr vinnunni.
Svo þurfti ég endilega að rekast á hljóðfæraverslanir og fann flautuna sem mig langar í á 66000 kr. Hún kostar semsagt c.a. 40000 kr. meira hérna heima! Damn hvað mig langaði að kaupa hana.
Þegar ég kom heim og fór að taka upp úr töskunum varð ég ekki ánægð. Ég hafði ákveðið að taka með mér heim þennan eina Bacardi Breezer sem ég átti eftir og hann hafði opnast í töskunni! Við erum að tala um virkilega nastý gulan lit sem ég er ekki að ná úr hvítu fötunum mínum. Djö##%!"#%"##!!! Þannig að ef þið kunnið einhver ráð við þessu, please leave a comment.
Æ, ég man ekki eftir neinu til að skrifa um núna. Er bara þreytt og pirruð. Langar að fara heim og horfa á tvo síðustu Idol þætti. Sem betur fer ætlar Thelma mín að kíkja í heimsókn í kvöld og horfa á Idol með mér.
By the way. Ég keypti mér Singstar Party í fríhöfninni, Júhúúú... ;o)
Chao, tíkin.
|
Ég verð nú bara að segja að þessi vika er búin að vera frekar strembin. Ég er ansi þreytt og hlakka mikið til að vera í fríi á morgun. Svo er ég bara alls ekki að ná að losa mig við þessa kvefdruslu :(
En yfir á skemmtilegri nótur. Síðasta helgi var æðisleg. Byrjaði reyndar á að sofa yfir mig á fimmtudagsmorgninum, en sem betur fer fékk ég far með Helgu og Ingó og þau vöktu mig, þannig að ég missti ekkert af vélinni eða neitt svoleiðis. Við vorum komin til Glasgow um 11 leytið og lögð af stað í verslunarleiðangur uppúr kl 12. Þessa helgi var mest um verslunarleiðangra og pöbbarölt. Svo var ansi oft sest á barinn í lobbýinu og borðað fullt af góðum mat. Á laugardeginum hafði ég svo ætlað að fara í skoðunarferð um borgina, en endaði á að rölta aðeins meira um verslunargöturnar og var svo bara komin snemma uppá hótel, á barinn að sjálfsögðu ;o)Það var líka alveg rosalega gaman að fá tækifæri til að kynnast fleirum í fyrirtækinu og líka á annan hátt en maður þekkir fólkið úr vinnunni.
Svo þurfti ég endilega að rekast á hljóðfæraverslanir og fann flautuna sem mig langar í á 66000 kr. Hún kostar semsagt c.a. 40000 kr. meira hérna heima! Damn hvað mig langaði að kaupa hana.
Þegar ég kom heim og fór að taka upp úr töskunum varð ég ekki ánægð. Ég hafði ákveðið að taka með mér heim þennan eina Bacardi Breezer sem ég átti eftir og hann hafði opnast í töskunni! Við erum að tala um virkilega nastý gulan lit sem ég er ekki að ná úr hvítu fötunum mínum. Djö##%!"#%"##!!! Þannig að ef þið kunnið einhver ráð við þessu, please leave a comment.
Æ, ég man ekki eftir neinu til að skrifa um núna. Er bara þreytt og pirruð. Langar að fara heim og horfa á tvo síðustu Idol þætti. Sem betur fer ætlar Thelma mín að kíkja í heimsókn í kvöld og horfa á Idol með mér.
By the way. Ég keypti mér Singstar Party í fríhöfninni, Júhúúú... ;o)
Chao, tíkin.