þriðjudagur, mars 15, 2005
Vill einhver segja mér af hverju allt er hætt að virka?
Það virkar ekki almennilega composerinn minn á blogginu, það virkar ekki að setja myndir inn á tölvuna, aftur og það virkar bara ekki neitt sem ég þarf að gera og tengist tölvum og/eða rafmagni. Hvað er málið?
Um helgina skelltum við Jónki okkur í bíó. Við fórum á myndina Hitch, með Will Smith og gaurnum úr King of Queens. Ég verð bara að segja að myndin kom mér mjög svo á óvart, hún var bara þrælfín. Reyndar var hún með dáldið týpískum Hollywood endi, en það var alveg hægt að fyrirgefa það þar sem myndin var drullugóð.
Á föstudaginn keyptum við okkur þráðlausan router, þar sem usb módemið okkar var eitthvað gallað (enn og aftur eitthvað sem virkar ekki) og fengum með því nýja smásíu þannig að núna er heimasíminn aftur kominn í samband og ekkert mál að hringja í okkur ;o) Svo fór ég um kvöldið í Hveró til Thelmu minnar. Fór reyndar fyrst í mat til pabba og mömmu og fékk grillaðan kjúkling mmmmm.... Við horfðum svo á Idol á Pizza og kíktum svo í heimsókn til Smára og Svölu eftir það. Þannig að ég er loksins búin að sjá hrikalega flottu íbúðina þeirra. Hvað ætli sé annars langt síðan þau fluttu inn...? :-b
Á laugardeginum vakti Thelma mig kl 11, ath. Thelma er farin að vekja mig um helgar!! Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu... kannski þetta sé tengt óléttunni. Allavegana, við Thelma fórum okkar hefðbundnu ferð í bakaríið, sem er orðið að skyldu þegar ég kem í Hveró, og svo fórum ég, Thelma og Erla í Bónus. Hagsýnu húsmæðurnar að reyna að notfæra sér verðstríðið :-D
Af einhverri ástæðu man ég akkúrat núna eftir helling til að skrifa, en er akkúrat búin að vinna, þannig að ég verð að hætta. Vona að ég muni þetta allt næst ;o)
Heyrumst, Tíkin.
|
Það virkar ekki almennilega composerinn minn á blogginu, það virkar ekki að setja myndir inn á tölvuna, aftur og það virkar bara ekki neitt sem ég þarf að gera og tengist tölvum og/eða rafmagni. Hvað er málið?
Um helgina skelltum við Jónki okkur í bíó. Við fórum á myndina Hitch, með Will Smith og gaurnum úr King of Queens. Ég verð bara að segja að myndin kom mér mjög svo á óvart, hún var bara þrælfín. Reyndar var hún með dáldið týpískum Hollywood endi, en það var alveg hægt að fyrirgefa það þar sem myndin var drullugóð.
Á föstudaginn keyptum við okkur þráðlausan router, þar sem usb módemið okkar var eitthvað gallað (enn og aftur eitthvað sem virkar ekki) og fengum með því nýja smásíu þannig að núna er heimasíminn aftur kominn í samband og ekkert mál að hringja í okkur ;o) Svo fór ég um kvöldið í Hveró til Thelmu minnar. Fór reyndar fyrst í mat til pabba og mömmu og fékk grillaðan kjúkling mmmmm.... Við horfðum svo á Idol á Pizza og kíktum svo í heimsókn til Smára og Svölu eftir það. Þannig að ég er loksins búin að sjá hrikalega flottu íbúðina þeirra. Hvað ætli sé annars langt síðan þau fluttu inn...? :-b
Á laugardeginum vakti Thelma mig kl 11, ath. Thelma er farin að vekja mig um helgar!! Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu... kannski þetta sé tengt óléttunni. Allavegana, við Thelma fórum okkar hefðbundnu ferð í bakaríið, sem er orðið að skyldu þegar ég kem í Hveró, og svo fórum ég, Thelma og Erla í Bónus. Hagsýnu húsmæðurnar að reyna að notfæra sér verðstríðið :-D
Af einhverri ástæðu man ég akkúrat núna eftir helling til að skrifa, en er akkúrat búin að vinna, þannig að ég verð að hætta. Vona að ég muni þetta allt næst ;o)
Heyrumst, Tíkin.