laugardagur, mars 05, 2005
Þreyta, þreyta...
Ég verð nú bara að segja að þessi vika er búin að vera frekar strembin. Ég er ansi þreytt og hlakka mikið til að vera í fríi á morgun. Svo er ég bara alls ekki að ná að losa mig við þessa kvefdruslu :(
En yfir á skemmtilegri nótur. Síðasta helgi var æðisleg. Byrjaði reyndar á að sofa yfir mig á fimmtudagsmorgninum, en sem betur fer fékk ég far með Helgu og Ingó og þau vöktu mig, þannig að ég missti ekkert af vélinni eða neitt svoleiðis. Við vorum komin til Glasgow um 11 leytið og lögð af stað í verslunarleiðangur uppúr kl 12. Þessa helgi var mest um verslunarleiðangra og pöbbarölt. Svo var ansi oft sest á barinn í lobbýinu og borðað fullt af góðum mat. Á laugardeginum hafði ég svo ætlað að fara í skoðunarferð um borgina, en endaði á að rölta aðeins meira um verslunargöturnar og var svo bara komin snemma uppá hótel, á barinn að sjálfsögðu ;o)Það var líka alveg rosalega gaman að fá tækifæri til að kynnast fleirum í fyrirtækinu og líka á annan hátt en maður þekkir fólkið úr vinnunni.
Svo þurfti ég endilega að rekast á hljóðfæraverslanir og fann flautuna sem mig langar í á 66000 kr. Hún kostar semsagt c.a. 40000 kr. meira hérna heima! Damn hvað mig langaði að kaupa hana.
Þegar ég kom heim og fór að taka upp úr töskunum varð ég ekki ánægð. Ég hafði ákveðið að taka með mér heim þennan eina Bacardi Breezer sem ég átti eftir og hann hafði opnast í töskunni! Við erum að tala um virkilega nastý gulan lit sem ég er ekki að ná úr hvítu fötunum mínum. Djö##%!"#%"##!!! Þannig að ef þið kunnið einhver ráð við þessu, please leave a comment.
Æ, ég man ekki eftir neinu til að skrifa um núna. Er bara þreytt og pirruð. Langar að fara heim og horfa á tvo síðustu Idol þætti. Sem betur fer ætlar Thelma mín að kíkja í heimsókn í kvöld og horfa á Idol með mér.
By the way. Ég keypti mér Singstar Party í fríhöfninni, Júhúúú... ;o)
Chao, tíkin.
|
Ég verð nú bara að segja að þessi vika er búin að vera frekar strembin. Ég er ansi þreytt og hlakka mikið til að vera í fríi á morgun. Svo er ég bara alls ekki að ná að losa mig við þessa kvefdruslu :(
En yfir á skemmtilegri nótur. Síðasta helgi var æðisleg. Byrjaði reyndar á að sofa yfir mig á fimmtudagsmorgninum, en sem betur fer fékk ég far með Helgu og Ingó og þau vöktu mig, þannig að ég missti ekkert af vélinni eða neitt svoleiðis. Við vorum komin til Glasgow um 11 leytið og lögð af stað í verslunarleiðangur uppúr kl 12. Þessa helgi var mest um verslunarleiðangra og pöbbarölt. Svo var ansi oft sest á barinn í lobbýinu og borðað fullt af góðum mat. Á laugardeginum hafði ég svo ætlað að fara í skoðunarferð um borgina, en endaði á að rölta aðeins meira um verslunargöturnar og var svo bara komin snemma uppá hótel, á barinn að sjálfsögðu ;o)Það var líka alveg rosalega gaman að fá tækifæri til að kynnast fleirum í fyrirtækinu og líka á annan hátt en maður þekkir fólkið úr vinnunni.
Svo þurfti ég endilega að rekast á hljóðfæraverslanir og fann flautuna sem mig langar í á 66000 kr. Hún kostar semsagt c.a. 40000 kr. meira hérna heima! Damn hvað mig langaði að kaupa hana.
Þegar ég kom heim og fór að taka upp úr töskunum varð ég ekki ánægð. Ég hafði ákveðið að taka með mér heim þennan eina Bacardi Breezer sem ég átti eftir og hann hafði opnast í töskunni! Við erum að tala um virkilega nastý gulan lit sem ég er ekki að ná úr hvítu fötunum mínum. Djö##%!"#%"##!!! Þannig að ef þið kunnið einhver ráð við þessu, please leave a comment.
Æ, ég man ekki eftir neinu til að skrifa um núna. Er bara þreytt og pirruð. Langar að fara heim og horfa á tvo síðustu Idol þætti. Sem betur fer ætlar Thelma mín að kíkja í heimsókn í kvöld og horfa á Idol með mér.
By the way. Ég keypti mér Singstar Party í fríhöfninni, Júhúúú... ;o)
Chao, tíkin.