fimmtudagur, desember 23, 2004
Rólegt í vinnunni.
Svo rólegt að ég ákvað að lesa gömul blogg. Þegar ég var að fara í gegn um þetta sá ég að ég var aldrei búin að skrifa neitt um Spánar-ferðina okkar í sumar. Ég get stundum verið soddan tossi ;) Ég þyrfti kannski að fara að setja hérna inn myndirnar úr ferðini og setja þá kannski í leiðinni smá ferðasögu.
Í dag átti ég pantaðan tíma hjá Sólveigu í litun og plokkun kl 14:30. Elsku litli snillingurinn minn, hann Jón Heiðar, fór á bílnum í vinnuna í morgun og þegar hann kom heim í hádeginu þá gleymdi hann að slökkva ljósin á bílnum :/ Þegar við ætluðum svo að fara til Sólveigar þá var bíllinn svo gjörsamlega rafmagnslaus að við gátum ekki einu sinni látið hann renna í gang! Ég semsagt þurfti að afpanta tímann minn, það voru mikil vonbrigði. Reyndar er Sólveig svo yndisleg að hún bauð mér að hringja í sig á morgun til að athuga hvort hún hafi tíma til að lita mig og plokka bara heima. Vona að ég hafi tíma til þess, annars þarf ég að reyna að komast milli jóla og nýárs og ég er ekki alveg að nenna því.
Á sunnudaginn fórum við Jónki í Smáralindina að kaupa síðustu gjafirnar og kjól handa mér. Við snillingarnir ætluðum svo að fara í sitthvora áttina að kaupa gjöf handa hvort öðru. Það fór ekki betur en svo að við enduðum í sömu búðinni og ég labbaði inn akkúrat þegar Jónki var að spyrja um gjöfina sem hann ætlaði að gefa mér :) Reyndar var hún uppseld þannig að hann getur hvort sem er ekki gefið mér hana, þannig að kannski var þetta ekki svo mikill skaði eftir allt. Það endaði svo með að ég fór bara í gær og keypti gjöf handa Jónka og hann fór í dag að kaupa handa mér. Hmmm... hvað skyldi ég fá? ;)
Í gær ákvað ég að gera jólakonfekt sem ég ætla að láta fylgja 3 pökkum. Mig minnti að það kæmi ekki svo mikið úr hverri uppskrift þannig að ég ákvað að gera fjórfalda uppskrift, þá ætti ég kannski líka smá í afgang handa mér og Jónka. Við erum að tala um það að þegar ég var búin að troðfylla dallana sem ég ætla að gefa þetta í, þá á ég eftir fullt risa plastbox og 1 glerkrukku af konfekti eftir! Vona að það kíki einhver í heimsókn um jólin svo við borðum þetta ekki allt sjálf.
Í dag fékk ég svo jólagjöfina mína frá Og Vodafone. Þetta er risa kassi með rauðvínsflösku, 2 vínglösum, mozarellaosti, gæsapaté, baguette brauði, súkkulaði, parma skinku og fleira og fleira. Þannig að ég endurtek; eins gott að einhver komi í heimsókn um jólin :)
Kjaftatíkin kveður að sinni og óskar öllum lesendum gleðilegra jóla.
|
Svo rólegt að ég ákvað að lesa gömul blogg. Þegar ég var að fara í gegn um þetta sá ég að ég var aldrei búin að skrifa neitt um Spánar-ferðina okkar í sumar. Ég get stundum verið soddan tossi ;) Ég þyrfti kannski að fara að setja hérna inn myndirnar úr ferðini og setja þá kannski í leiðinni smá ferðasögu.
Í dag átti ég pantaðan tíma hjá Sólveigu í litun og plokkun kl 14:30. Elsku litli snillingurinn minn, hann Jón Heiðar, fór á bílnum í vinnuna í morgun og þegar hann kom heim í hádeginu þá gleymdi hann að slökkva ljósin á bílnum :/ Þegar við ætluðum svo að fara til Sólveigar þá var bíllinn svo gjörsamlega rafmagnslaus að við gátum ekki einu sinni látið hann renna í gang! Ég semsagt þurfti að afpanta tímann minn, það voru mikil vonbrigði. Reyndar er Sólveig svo yndisleg að hún bauð mér að hringja í sig á morgun til að athuga hvort hún hafi tíma til að lita mig og plokka bara heima. Vona að ég hafi tíma til þess, annars þarf ég að reyna að komast milli jóla og nýárs og ég er ekki alveg að nenna því.
Á sunnudaginn fórum við Jónki í Smáralindina að kaupa síðustu gjafirnar og kjól handa mér. Við snillingarnir ætluðum svo að fara í sitthvora áttina að kaupa gjöf handa hvort öðru. Það fór ekki betur en svo að við enduðum í sömu búðinni og ég labbaði inn akkúrat þegar Jónki var að spyrja um gjöfina sem hann ætlaði að gefa mér :) Reyndar var hún uppseld þannig að hann getur hvort sem er ekki gefið mér hana, þannig að kannski var þetta ekki svo mikill skaði eftir allt. Það endaði svo með að ég fór bara í gær og keypti gjöf handa Jónka og hann fór í dag að kaupa handa mér. Hmmm... hvað skyldi ég fá? ;)
Í gær ákvað ég að gera jólakonfekt sem ég ætla að láta fylgja 3 pökkum. Mig minnti að það kæmi ekki svo mikið úr hverri uppskrift þannig að ég ákvað að gera fjórfalda uppskrift, þá ætti ég kannski líka smá í afgang handa mér og Jónka. Við erum að tala um það að þegar ég var búin að troðfylla dallana sem ég ætla að gefa þetta í, þá á ég eftir fullt risa plastbox og 1 glerkrukku af konfekti eftir! Vona að það kíki einhver í heimsókn um jólin svo við borðum þetta ekki allt sjálf.
Í dag fékk ég svo jólagjöfina mína frá Og Vodafone. Þetta er risa kassi með rauðvínsflösku, 2 vínglösum, mozarellaosti, gæsapaté, baguette brauði, súkkulaði, parma skinku og fleira og fleira. Þannig að ég endurtek; eins gott að einhver komi í heimsókn um jólin :)
Kjaftatíkin kveður að sinni og óskar öllum lesendum gleðilegra jóla.
miðvikudagur, desember 22, 2004
Djö#%%...
Var að prófa linkinn og maður fær bara upp skriljón íbúðir. Ef sett er í leitarvélina 220 Hafnarfjörður, þá kemur þetta.
;)
|
Var að prófa linkinn og maður fær bara upp skriljón íbúðir. Ef sett er í leitarvélina 220 Hafnarfjörður, þá kemur þetta.
;)
þriðjudagur, desember 21, 2004
Ég var að setja inn link á ReMax hérna vinstra megin þar sem hægt er að sjá myndir úr íbúðinni okkar (réttara sagt Hjartar;)
Joyeux Nöel
Tíkin.
|
Joyeux Nöel
Tíkin.
mánudagur, desember 20, 2004
Jólin koma :)
Undur og stórmerki hafa gerst. Ég er að verða búin að öllu og það eru enn 4 dagar til jóla. Þetta verður örugglega skrifað á spjöld sögunnar ;)
Þetta blessaða áramótapartý sem ég er búin að vera að pæla í, það eru svo fáir sem geta ákveðið sig þannig að ef af því verður hringi ég bara í ykkur og læt ykkur vita. Endilega komið þá líka með einhverja af vinum ykkar ef af þessu verður.
Ég verð allavegana að segja að ég er ansi mikið farin að hlakka til jólanna. Þetta er í fyrsta skipti í ég veit ekki hvað mörg ár sem ég er í fríi alla þessa rauðu daga. Ég er meira að segja í fríi á aðfangadag! Ég er reyndar að vinna frá kl. 9-12 á gamlársdag þannig að ég kemst ekki á Sölvakvöld :(
Ég fór í Kringluna og Smáralindina í gær og var meðal annars að leita mér að kjól. Átti ekki von á að það yrði mjög erfitt þar sem það eru að koma jól. Það var mjög erfitt að finna kjól þar sem það virðist vera í tísku núna kjólar úr þunnu teygjuefni sem sýna allar misfellur og kjólar sem eru með þröngum borða undir brjóstunum og víkka svo út og láta mjaðma og rassstórt fólk líta út eins og mjaðmir og rass séu 10 númerum of stór miðað við restina af líkamanum. Svo fann ég 2 geðveikt flotta kjóla í Zöru sem voru báðir perfect yfir mjaðmir, rass, mitti, maga og bak en voru alveg 2 númerum of litlir yfir brjóstin!!
Loksins fann ég rétta kjólinn. Ég keypti hann í Blend í Smáralind. Hann er úr svörtu satíni og er geðveikt flottur. Hann er líka þröngur, þannig að það er eins gott að borða ekki yfir sig um jólin ;)
Hlakka til að sjá ykkur hress og kát um jólin.
Hó, hó, hó. Gleðileg jól.
Tíkin.
|
Undur og stórmerki hafa gerst. Ég er að verða búin að öllu og það eru enn 4 dagar til jóla. Þetta verður örugglega skrifað á spjöld sögunnar ;)
Þetta blessaða áramótapartý sem ég er búin að vera að pæla í, það eru svo fáir sem geta ákveðið sig þannig að ef af því verður hringi ég bara í ykkur og læt ykkur vita. Endilega komið þá líka með einhverja af vinum ykkar ef af þessu verður.
Ég verð allavegana að segja að ég er ansi mikið farin að hlakka til jólanna. Þetta er í fyrsta skipti í ég veit ekki hvað mörg ár sem ég er í fríi alla þessa rauðu daga. Ég er meira að segja í fríi á aðfangadag! Ég er reyndar að vinna frá kl. 9-12 á gamlársdag þannig að ég kemst ekki á Sölvakvöld :(
Ég fór í Kringluna og Smáralindina í gær og var meðal annars að leita mér að kjól. Átti ekki von á að það yrði mjög erfitt þar sem það eru að koma jól. Það var mjög erfitt að finna kjól þar sem það virðist vera í tísku núna kjólar úr þunnu teygjuefni sem sýna allar misfellur og kjólar sem eru með þröngum borða undir brjóstunum og víkka svo út og láta mjaðma og rassstórt fólk líta út eins og mjaðmir og rass séu 10 númerum of stór miðað við restina af líkamanum. Svo fann ég 2 geðveikt flotta kjóla í Zöru sem voru báðir perfect yfir mjaðmir, rass, mitti, maga og bak en voru alveg 2 númerum of litlir yfir brjóstin!!
Loksins fann ég rétta kjólinn. Ég keypti hann í Blend í Smáralind. Hann er úr svörtu satíni og er geðveikt flottur. Hann er líka þröngur, þannig að það er eins gott að borða ekki yfir sig um jólin ;)
Hlakka til að sjá ykkur hress og kát um jólin.
Hó, hó, hó. Gleðileg jól.
Tíkin.
laugardagur, desember 04, 2004
Digital Ísland.
Síðan ég var veik er ég búin að vinna og aftur vinna. Okkur í þjónustuveri Og Vodafone var semsagt boðið að taka aukavinnu í þjónustuveri Norðurljósa í 3 vikur, þannig að ég er búin að vera bara að vinna og aftur vinna. Þetta þýðir að íbúðin er búin að fá að sitja á hakanum ásamt öllum hugsunum um jólagjafir eða jólaskraut. Ég er farin að sjá fram á að þetta herbergi í kjallaranum verði ekkert klárað fyrr en bara rétt fyrir jólin, ásamt mörgum smáverkum eins og t.d. að setja upp ljós í holinu.
Ég verð samt að segja að það getur verið dáldið skondið að koma beint úr vinnunni hjá Og Vodafone í vinnuna hjá Norðurljósum og svara óvart: "Þjónustuver Og Vodafone, góða kvöldið.., uu..ööhh..ég meina; Þjónustuver Stöðvar 2, góða kvöldið..." :o)
Ath. Það er skylda að skoða nýja linkinn minn hérna vinstra megin. Þetta er uppáhalds búðin mín og það er algjör skylda að fara þangað ef maður er á Spáni.
Þið verðið að fara að commenta eitthvað um gamlárskvöld. Ég nenni ekki að vera með partý ef það kemur enginn. Þá vil ég nú frekar fara í partý hjá einhverjum öðrum ;o)
Annars er ekkert að frétta annað en að Thelma er komin nákvæmlega 11,5 vikur á leið. Spennó...
Kjaftatíkin nuddar stírurnar og kveður :þ
|
Síðan ég var veik er ég búin að vinna og aftur vinna. Okkur í þjónustuveri Og Vodafone var semsagt boðið að taka aukavinnu í þjónustuveri Norðurljósa í 3 vikur, þannig að ég er búin að vera bara að vinna og aftur vinna. Þetta þýðir að íbúðin er búin að fá að sitja á hakanum ásamt öllum hugsunum um jólagjafir eða jólaskraut. Ég er farin að sjá fram á að þetta herbergi í kjallaranum verði ekkert klárað fyrr en bara rétt fyrir jólin, ásamt mörgum smáverkum eins og t.d. að setja upp ljós í holinu.
Ég verð samt að segja að það getur verið dáldið skondið að koma beint úr vinnunni hjá Og Vodafone í vinnuna hjá Norðurljósum og svara óvart: "Þjónustuver Og Vodafone, góða kvöldið.., uu..ööhh..ég meina; Þjónustuver Stöðvar 2, góða kvöldið..." :o)
Ath. Það er skylda að skoða nýja linkinn minn hérna vinstra megin. Þetta er uppáhalds búðin mín og það er algjör skylda að fara þangað ef maður er á Spáni.
Þið verðið að fara að commenta eitthvað um gamlárskvöld. Ég nenni ekki að vera með partý ef það kemur enginn. Þá vil ég nú frekar fara í partý hjá einhverjum öðrum ;o)
Annars er ekkert að frétta annað en að Thelma er komin nákvæmlega 11,5 vikur á leið. Spennó...
Kjaftatíkin nuddar stírurnar og kveður :þ