laugardagur, desember 04, 2004
Digital Ísland.
Síðan ég var veik er ég búin að vinna og aftur vinna. Okkur í þjónustuveri Og Vodafone var semsagt boðið að taka aukavinnu í þjónustuveri Norðurljósa í 3 vikur, þannig að ég er búin að vera bara að vinna og aftur vinna. Þetta þýðir að íbúðin er búin að fá að sitja á hakanum ásamt öllum hugsunum um jólagjafir eða jólaskraut. Ég er farin að sjá fram á að þetta herbergi í kjallaranum verði ekkert klárað fyrr en bara rétt fyrir jólin, ásamt mörgum smáverkum eins og t.d. að setja upp ljós í holinu.
Ég verð samt að segja að það getur verið dáldið skondið að koma beint úr vinnunni hjá Og Vodafone í vinnuna hjá Norðurljósum og svara óvart: "Þjónustuver Og Vodafone, góða kvöldið.., uu..ööhh..ég meina; Þjónustuver Stöðvar 2, góða kvöldið..." :o)
Ath. Það er skylda að skoða nýja linkinn minn hérna vinstra megin. Þetta er uppáhalds búðin mín og það er algjör skylda að fara þangað ef maður er á Spáni.
Þið verðið að fara að commenta eitthvað um gamlárskvöld. Ég nenni ekki að vera með partý ef það kemur enginn. Þá vil ég nú frekar fara í partý hjá einhverjum öðrum ;o)
Annars er ekkert að frétta annað en að Thelma er komin nákvæmlega 11,5 vikur á leið. Spennó...
Kjaftatíkin nuddar stírurnar og kveður :þ
|
Síðan ég var veik er ég búin að vinna og aftur vinna. Okkur í þjónustuveri Og Vodafone var semsagt boðið að taka aukavinnu í þjónustuveri Norðurljósa í 3 vikur, þannig að ég er búin að vera bara að vinna og aftur vinna. Þetta þýðir að íbúðin er búin að fá að sitja á hakanum ásamt öllum hugsunum um jólagjafir eða jólaskraut. Ég er farin að sjá fram á að þetta herbergi í kjallaranum verði ekkert klárað fyrr en bara rétt fyrir jólin, ásamt mörgum smáverkum eins og t.d. að setja upp ljós í holinu.
Ég verð samt að segja að það getur verið dáldið skondið að koma beint úr vinnunni hjá Og Vodafone í vinnuna hjá Norðurljósum og svara óvart: "Þjónustuver Og Vodafone, góða kvöldið.., uu..ööhh..ég meina; Þjónustuver Stöðvar 2, góða kvöldið..." :o)
Ath. Það er skylda að skoða nýja linkinn minn hérna vinstra megin. Þetta er uppáhalds búðin mín og það er algjör skylda að fara þangað ef maður er á Spáni.
Þið verðið að fara að commenta eitthvað um gamlárskvöld. Ég nenni ekki að vera með partý ef það kemur enginn. Þá vil ég nú frekar fara í partý hjá einhverjum öðrum ;o)
Annars er ekkert að frétta annað en að Thelma er komin nákvæmlega 11,5 vikur á leið. Spennó...
Kjaftatíkin nuddar stírurnar og kveður :þ