<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 20, 2004

Jólin koma :)

Undur og stórmerki hafa gerst. Ég er að verða búin að öllu og það eru enn 4 dagar til jóla. Þetta verður örugglega skrifað á spjöld sögunnar ;)

Þetta blessaða áramótapartý sem ég er búin að vera að pæla í, það eru svo fáir sem geta ákveðið sig þannig að ef af því verður hringi ég bara í ykkur og læt ykkur vita. Endilega komið þá líka með einhverja af vinum ykkar ef af þessu verður.

Ég verð allavegana að segja að ég er ansi mikið farin að hlakka til jólanna. Þetta er í fyrsta skipti í ég veit ekki hvað mörg ár sem ég er í fríi alla þessa rauðu daga. Ég er meira að segja í fríi á aðfangadag! Ég er reyndar að vinna frá kl. 9-12 á gamlársdag þannig að ég kemst ekki á Sölvakvöld :(

Ég fór í Kringluna og Smáralindina í gær og var meðal annars að leita mér að kjól. Átti ekki von á að það yrði mjög erfitt þar sem það eru að koma jól. Það var mjög erfitt að finna kjól þar sem það virðist vera í tísku núna kjólar úr þunnu teygjuefni sem sýna allar misfellur og kjólar sem eru með þröngum borða undir brjóstunum og víkka svo út og láta mjaðma og rassstórt fólk líta út eins og mjaðmir og rass séu 10 númerum of stór miðað við restina af líkamanum. Svo fann ég 2 geðveikt flotta kjóla í Zöru sem voru báðir perfect yfir mjaðmir, rass, mitti, maga og bak en voru alveg 2 númerum of litlir yfir brjóstin!!

Loksins fann ég rétta kjólinn. Ég keypti hann í Blend í Smáralind. Hann er úr svörtu satíni og er geðveikt flottur. Hann er líka þröngur, þannig að það er eins gott að borða ekki yfir sig um jólin ;)

Hlakka til að sjá ykkur hress og kát um jólin.

Hó, hó, hó. Gleðileg jól.
Tíkin.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com