<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 16, 2008

Komin heim.

Já, við Ósk lentum um 4-leytið í gær, degi of seint, þar sem vélin okkar frá Abu Dhabi til London bilaði og við þurftum að snúa við.

Að vissu leyti er alltaf gott að koma heim, en þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég finn ekki til léttis yfir því að vera komin heim.

Þetta ferðalag mitt var bara mánuður, en það opnaði augu mín fyrir svo mörgu sem ég hef lokað á í allt of langan tíma. Ég er búin að taka ansi margar ákvarðanir um framtíðina í þessari ferð og er búin að setja mér nokkur markmið. Merki um að vera loksins að "fullorðnast"? Veit ekki, en ég veit núna hvað ég vil. Allavega að lang mestu leiti. Enn nokkrir þættir sem þarf að skoða og taka ákvarðanir um þó.

Það er svo magnað að finna aftur eiginleika hjá sjálfum sér sem voru löngu gleymdir, hálfgerð enduruppgötvun. Sem er sérstaklega merkilegt þar sem ég taldi mig vel vita hver ég væri og hvað ég vildi áður en ferðalagið hófst. Hélt að það eina sem ég þyrfti að ákveða væri hvað ég ætlaði mér að gera í skólamálum. Núna er hinsvegar hausinn á mér fullur af hugmyndum þannig að mín orka mun fara í vinnu, jóga og að sinna listinni, næra hjarta og sál.

Í þessari ferð hefur verið mikið brosað, mikið hlegið og meira að segja nokkur tár felld. Mikið skrifað, skissað, hlustað á tónlist og rætt um tónlist, lesið og lífsspekin rædd.

Lífið er yndislegt. Ekki eyða því í eftirsjá eftir einhverju sem ekki var sagt eða gert. Það hlýtur alltaf að vera meira virði að taka áhættu, fylgja hjartanu og segja eða gera það sem hjartað segir manni að gera eða segja. Þetta er a.m.k. eitt af markmiðum mínum. Lagði allt í sölurnar í þessari ferð og fékk það þúsundfalt til baka...

Ást og umhyggja,
Helga.

|

fimmtudagur, mars 13, 2008

Aftur i kaldan raunveruleikann...

Jaeja, ta er komid ad heimfor. Sidasta kvoldid okkar i Thailandi. Vorum ad koma ur vaegast sagt mjog skrytnu vaxi og sitjum nuna med drykk og sigo a bar i Bangkok og erum adeins ad kikja a posta og blogg og jafna okkur eftir vaxid...

Munum ad ollum likindum kikja a Bed Bar i kvold, i tilefni tess ad tetta er sidasta kvoldid hehe

En jaeja, nenni ekki ad blogga nuna. Komum heim annad kvold og svo er party a Hverfisgotunni a laugardaginn.

Sjaumst,
Helga.

|

laugardagur, mars 08, 2008

Return to paradise...

Ja, vid Osk erum komnar aftur til Koh Tao og erum ad taka advanced open waters i kofun. Forum i deep dive i dag, forum mest nidra 29 metra dypi. Erum bunar ad taka navigation, naturalist og peak boyancie kafanir i gaer og i dag. Forum svo i naeturkofun annad kvold. Ta er allt svart og tu ert bara med litla vasaljosid titt ad lysa a fiskana. Tetta er svo gaman ad eg trui ekki ad vid turfum ad fara aftur heim ;)

Vedrid herna er yndislegt, tratt fyrir ad vid hofum fengid rigningu i gaer. Solin skin og tad er ekkert betra en ad slaka a a batnum i solinni eftir goda kofun.

Malasia var daldid aevintyri. Byrjudum a ad fara til Kota Bahru. Aetludum ad fara tadan ut i eyjarnar austan megin en tad var ekki haegt vegna vedurs. Akvadum ta ad taka the jungle train sudur. Tegar vid komum ad frumskoginum var lika rigning tar tannig ad vid heldum afram sudur. Stoppudum eina nott i Gemas og forum svo til Melaka. Vorum tar i einn og halfan dag, saum staerstu edlur sem vid hofum nokkurn timann sed og forum i batsferd um ana. Naest var haldid til Kuala Lumpur. Vorum a aedislegu hosteli tar i 2 naetur. Kemur einhverjum a ovart ad eg lagadi ineternettenginguna teirra..? hehe

Eftir tetta allt vorum vid ordnar daldid treyttar a vedrinu og akvadum ad drifa okkur bara til Koh Tao aftur. Eyddum samfleytt 36 klst i 2 lestum og einum bat. Enda var setning Malasiuferdarinnar ordin "it's the journey, not the destination..." Saum lika helling utum lestarglugga og bilrudur hehehe.

Lifid er yndislegt her a Koh Tao. Tetta er svo litil eyja ad allir tekkja alla tannig ad vid erum bunar ad eignast helling af vinum her.

Trui ekki alveg ad tad se minna en vika eftir, en jaeja, c'est la vie...

Hlakka samt til ad sja ykkur oll. Takk fyrir allar kvedjurnar. Rosa gaman alltaf ad lesa commentin.

Kvedja, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com