þriðjudagur, apríl 19, 2005
Er hægt ad vera meira krùtt?
Èg tòk þessa mynd ì morgun þegar èg var að reyna að vakna :o)
Myndina sendi Ég
Knúið af GSMBloggi Og Vodafone
föstudagur, apríl 15, 2005
Mæja, Helga Dögg og Jòn Ingi à Friday's ì gær ì boði Og Vodafone. Eftir matinn fòrum við ì Smàrabìò à kynningu og var svo boðið að sjà Guess who með Bernie Mac og Ashton Kutcher.
Myndina sendi Ég
Knúið af GSMBloggi Og Vodafone
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Thelma kom ì heimsòkn ì gær og við horfðum à Americas Next Top Model, drama, drama ;o) Alltaf gaman að fà Thelmu i heimsòkn
Myndina sendi Ég
Knúið af GSMBloggi Og Vodafone
þriðjudagur, apríl 12, 2005
|föstudagur, apríl 08, 2005
Your Brain is 60.00% Female, 40.00% Male |
Your brain is a healthy mix of male and female You are both sensitive and savvy Rational and reasonable, you tend to keep level headed But you also tend to wear your heart on your sleeve |
R.I.P. ?
Bíllinn minn fer ekki í gang!
Þar sem ég nenni ekki að hugsa um leiðinlega hluti eins og viðgerðir, kulda og strætó núna, þá er ég alveg að fikta á fullu í nýja símanum mínum. Ég er ekkert smá stolt og ég gat ekki verið meira sammála henni Thelmu minni þegar hún sagði; "Það var mikið að þú varst heppin". Hver veit nema ég hendi hérna inn mynd úr nýju töfragræjunni á eftir ;o)
Verð svo að henda hérna inn prófi fyrir ykkur Desperate Houswifes fíklana. Ég ákvað að taka prófið þó svo ég sé ekki enn farin að horfa á þættina og ég er Susan. Ætli það sé gott eða slæmt?
Damn it, ég get hvorki gert publish post, né save as draft. En þar sem ég er svo bjartsýn í dag, þá copya ég þetta bara í Word skjal þangað til þetta virkar :o)
Heyrumst, Tíkin.
07/04/2005
|
Bíllinn minn fer ekki í gang!
Þar sem ég nenni ekki að hugsa um leiðinlega hluti eins og viðgerðir, kulda og strætó núna, þá er ég alveg að fikta á fullu í nýja símanum mínum. Ég er ekkert smá stolt og ég gat ekki verið meira sammála henni Thelmu minni þegar hún sagði; "Það var mikið að þú varst heppin". Hver veit nema ég hendi hérna inn mynd úr nýju töfragræjunni á eftir ;o)
Verð svo að henda hérna inn prófi fyrir ykkur Desperate Houswifes fíklana. Ég ákvað að taka prófið þó svo ég sé ekki enn farin að horfa á þættina og ég er Susan. Ætli það sé gott eða slæmt?
Damn it, ég get hvorki gert publish post, né save as draft. En þar sem ég er svo bjartsýn í dag, þá copya ég þetta bara í Word skjal þangað til þetta virkar :o)
Heyrumst, Tíkin.
07/04/2005
miðvikudagur, apríl 06, 2005
|
Eg vann sìma! Eg var à Nokia kvöldinu og vann Nokia 3230. Ogedslega cool sìmi med 1,3 megapixel myndav?l, video upptöku og mp3. Jahùùù... Bara ad làta
SMSbloggfærslu sendi Ég
|
SMSbloggfærslu sendi Ég
Knúið af GSMBloggi Og Vodafone
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Leti
Ég nenni engu þessa dagana. Ég nenni ekki einu sinni út að reykja í vinnunni og þá er nú mikið sagt. Ég er t.d. alls ekki að nenna að blogga núna, mér finnst bara svo alltof langt síðan ég bloggaði síðast.
Páskarnir einkenndust líka af letilífi. Ég fór nú samt á föstudaginn langa í partý til Helgu Daggar og Ingó og drakk ansi mörg skot og eitthvað af bjór. Á laugardeginum mundi ég svo af hverju ég hætti að drekka bjór.
Á laugardeginum mætti ég svo aðeins einum og hálfum tíma of seint í afmæli hjá Lilju Rún (bjórinn sko). Hún er alltaf sama krúttið og hafði alveg jafn gaman af að lesa kortin eins og að opna pakkana. Samkvæmt hennar lestri stóð t.d. á einu kortinu: "Ammæli, tveggja ára. Til hamingju." -Ótrúlega krúttlegt.
Á páskadag var ég hjá pabba og mömmu og fékk spes eldað fyrir mig hamborgahrygg á meðan þau borðuðu hangikjöt. Alltaf sami lúxusinn á Hótel Mömmu ;o) Um kvöldið fór ég svo í vinnu-partý hjá Atla. Var ennþá eitthvað hálfskrýtin í maganum eftir bjórinn þannig að ég var ekkert sérstaklega öflug í drykkjunni, sem var líka bara ágætt. Var komin heim rúmlega 4 sem var bara mjög fínt. Ég var líka mjög fegin að hafa loksins einhvern til að deila leigubíl með í Hafnarfjörðinn. Komst að því að hann Gulli, sem ég var samferða í leigubíl, er systursonur Ossa á Bíl-X og hann var oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu í Hveró. Ég verð alltaf jafn hissa á því hve lítill heimurinn er. Verð líka að koma því að hversu frábært það var að fá páskafrí. Ég held bara svei mér þá að ég hafi ekki verið í páskafríi síðan í 10. bekk í grunnskóla.
Á föstudaginn síðasta fór ég svo með Kötu á upptökur á Það var lagið með Hemma Gunn. Þar hitti ég Jenný, mömmu hennar Erlu, og Ellu og fleiri Hvergerðinga. Í þessum þætti voru Ríó Tríó gaurarnir að keppa á móti Steina í Dúmbó og Stefáni í Lúdó. Þetta var bara nokkuð skemmtilegt, hafði samt oft á tilfinningunni að ég og Kata værum einu úr okkar liði sem vorum að fagna :o)
Á morgun er ég svo að fara á eitthvað Nokia kvöld á Nordica Hotel. Held þetta sé einhver kynning á nýjungum og eitthvað fleira skemmtilegt.
Heyrumst, Tíkin.
|
Ég nenni engu þessa dagana. Ég nenni ekki einu sinni út að reykja í vinnunni og þá er nú mikið sagt. Ég er t.d. alls ekki að nenna að blogga núna, mér finnst bara svo alltof langt síðan ég bloggaði síðast.
Páskarnir einkenndust líka af letilífi. Ég fór nú samt á föstudaginn langa í partý til Helgu Daggar og Ingó og drakk ansi mörg skot og eitthvað af bjór. Á laugardeginum mundi ég svo af hverju ég hætti að drekka bjór.
Á laugardeginum mætti ég svo aðeins einum og hálfum tíma of seint í afmæli hjá Lilju Rún (bjórinn sko). Hún er alltaf sama krúttið og hafði alveg jafn gaman af að lesa kortin eins og að opna pakkana. Samkvæmt hennar lestri stóð t.d. á einu kortinu: "Ammæli, tveggja ára. Til hamingju." -Ótrúlega krúttlegt.
Á páskadag var ég hjá pabba og mömmu og fékk spes eldað fyrir mig hamborgahrygg á meðan þau borðuðu hangikjöt. Alltaf sami lúxusinn á Hótel Mömmu ;o) Um kvöldið fór ég svo í vinnu-partý hjá Atla. Var ennþá eitthvað hálfskrýtin í maganum eftir bjórinn þannig að ég var ekkert sérstaklega öflug í drykkjunni, sem var líka bara ágætt. Var komin heim rúmlega 4 sem var bara mjög fínt. Ég var líka mjög fegin að hafa loksins einhvern til að deila leigubíl með í Hafnarfjörðinn. Komst að því að hann Gulli, sem ég var samferða í leigubíl, er systursonur Ossa á Bíl-X og hann var oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu í Hveró. Ég verð alltaf jafn hissa á því hve lítill heimurinn er. Verð líka að koma því að hversu frábært það var að fá páskafrí. Ég held bara svei mér þá að ég hafi ekki verið í páskafríi síðan í 10. bekk í grunnskóla.
Á föstudaginn síðasta fór ég svo með Kötu á upptökur á Það var lagið með Hemma Gunn. Þar hitti ég Jenný, mömmu hennar Erlu, og Ellu og fleiri Hvergerðinga. Í þessum þætti voru Ríó Tríó gaurarnir að keppa á móti Steina í Dúmbó og Stefáni í Lúdó. Þetta var bara nokkuð skemmtilegt, hafði samt oft á tilfinningunni að ég og Kata værum einu úr okkar liði sem vorum að fagna :o)
Á morgun er ég svo að fara á eitthvað Nokia kvöld á Nordica Hotel. Held þetta sé einhver kynning á nýjungum og eitthvað fleira skemmtilegt.
Heyrumst, Tíkin.