<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 30, 2008


Tímamót

Í dag sagði ég upp hjá Vodafone. Mun hætta þar í byrjun nóvember til að fara að ferðast með Ósk. Verð þá búin að vinna þar í 4 ár. Get ekki sagt annað en að tilhugsunin um að hætta er afar sérstök.

Planið er að fara á flakk um Asíu, enda svo vonandi næsta vor í Evrópu og ætla þá að vinna um sumarið og er að vonast til að komast inn í skóla um haustið. Ætla helst ekkert að plana meira en þetta í bili. Þarf lika að ná að selja bílinn minn til að þetta gangi allt upp, þannig að endilega ef þið vitið um einhvern sem er að leita að góðum bíl aðeins gegn yfirtöku á mjög góðum lánum, talið við mig :)

Er gjörsamlega tönuð í drasl eftir daginn með þvílíka farmers tan og þar að auki dekkri að framan en að aftan haha... þetta er búinn að vera yndislegur dagur í alla staði. Get ekki annað sagt en að ég sé mjög ánægð með viðbrögðin sem ég fékk við uppsögninni og er svo búin að slaka á í sólinni.

Verslunarmannahelgin er enn voða mikið í lausu lofti hjá mér. Það virðast allir vera að fara eitthvert í burtu og ég veit ekki hvort ég á að hanga í bænum eða hvað.

Vá, nennti allt í einu ekki að skrifa meira.

Love you all,
Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com