mánudagur, febrúar 11, 2008
Styttist í Asíu
Er ekki að ná því að vera að fara út eftir 3 daga. Get varla hugsað, hvað þá komið einhverju í orð. Ætla samt að reyna að skrifa smá ;)
Fór á Barinn síðustu helgi. Fékk mér einn drykk og sígó inni. LOVED IT! Ég verð samt að segja að ég er ekki algjörlega á móti banninu. Ég vil bara að það verði leyfðar reykaðstöður. Fólk þarf að sætta sig við það að það er ekki hægt að "útrýma" reykingafólki með því að setja á reykingabann. Það verður langt í að reykingafólk verði ekki til og að neyða fólk til að standa úti í 14 stiga gaddi er ekki mannlegt.
Er líka einhver til í að útskýra fyrir mér af hverju það að reykja á verönd sem er búið að loka af með plasti og búið að setja upp hitalampa á er ekki að reykja inni? Það er alveg jafn mikill mökkur þar, það er reyndar kaldara en inni, en þarna eru þjónar að þjóna til borðs. Þessir þjónar þurfa því ekki aðeins að vinna í reykingamökknum, heldur líka í kulda! Eru það í alvöru betri vinnuaðstæður? Væri ekki betra að hafa almennilega, vel loftræsta aðstöðu?
En jæja, er búin að vera í agalega miklum ham eitthvað í dag. Held ég ætli að þegja núna. Lofa að henda inn nokkrum orðum áður en ég fer.
Ciao,
Helga.
|
Er ekki að ná því að vera að fara út eftir 3 daga. Get varla hugsað, hvað þá komið einhverju í orð. Ætla samt að reyna að skrifa smá ;)
Fór á Barinn síðustu helgi. Fékk mér einn drykk og sígó inni. LOVED IT! Ég verð samt að segja að ég er ekki algjörlega á móti banninu. Ég vil bara að það verði leyfðar reykaðstöður. Fólk þarf að sætta sig við það að það er ekki hægt að "útrýma" reykingafólki með því að setja á reykingabann. Það verður langt í að reykingafólk verði ekki til og að neyða fólk til að standa úti í 14 stiga gaddi er ekki mannlegt.
Er líka einhver til í að útskýra fyrir mér af hverju það að reykja á verönd sem er búið að loka af með plasti og búið að setja upp hitalampa á er ekki að reykja inni? Það er alveg jafn mikill mökkur þar, það er reyndar kaldara en inni, en þarna eru þjónar að þjóna til borðs. Þessir þjónar þurfa því ekki aðeins að vinna í reykingamökknum, heldur líka í kulda! Eru það í alvöru betri vinnuaðstæður? Væri ekki betra að hafa almennilega, vel loftræsta aðstöðu?
En jæja, er búin að vera í agalega miklum ham eitthvað í dag. Held ég ætli að þegja núna. Lofa að henda inn nokkrum orðum áður en ég fer.
Ciao,
Helga.