<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 13, 2008


Menningarlegt 2008

Fór í bíó á föstudaginn og í leikhús í gær. Fór svo til Atla að spila Bíóbrot. Held því að ég sé að byrja alveg ágætlega á menningarlegu ári 2008 :)

Fór á Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu í gær. Þeir sem til þekkja vita að leikritið hefst á laginu Paradís. Þetta er mitt uppáhaldslag úr söngleiknum og því átti ég smá erfitt með að fyrirgefa Jenna í Brain Police fyrir að taka það ekki betur en hann gerði. En... Ég fyrirgaf honum þó þar sem hann vann stöðugt á fyrir hlé og var síðan með meistaralega frammistöðu eftir hlé.

Fannst þetta mjög gaman og ég vona að það verði gefin út tónlistin eins og eftir síðustu uppsetningu. Fannst þetta í heildina litið mjög vel heppnað, ég var mjög glöð og æst þegar ég labbaði út úr leikhúsinu. Þeim tekst mjög vel að útfæra þetta í nútíma rokk uppsetningu. Ég held að ég myndi jafnvel fara aftur á sýninguna :)

Er annars orðin vel spennt fyrir Thailandsferðinni. Er farin að telja niður, í dag eru 33 dagar í að ég fari. Set hér til hliðar link á ferðabloggið þeirra Óskar og Hörpu.

Myndin með þessu bloggi er af Guðný Láru, Árdísi og Ósk að gera sig tilbúnar fyrir nýárs skálina upp við Hallgrímskirkju.

Jæja, er farin að halda áfram að breyta í herberginu mínu.
Kveðja, Helgi.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com