<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 11, 2007


Meistari Árdís og borheimsóknin.

Tíminn líður hratt... Það er sko búið að vera nóg að gera. Búin að vinna slatta í nethjálpinni, vera veik, missa þolinmæðina yfir hægvirkum kerfum (ha, ég? Það getur ekki verið...) og koma fyrir nýjum/gömlum húsgögnum í stofunni.

Í kvöld kom Ósk í heimsókn og eldaði Mexican style, Hanna mixaði margarítur og á meðan vorum við Guðný sveittar við að skrúfa í sundur hillur og skrúfa aðrar saman. Meistari Árdís mætti svo á svæðið með ofurborvélina til að skrúfa dekk undir hilluna hennar Guðnýjar. Kom reyndar svo í ljós að það þurfti enga borvél. Það var víst bara nóg að skrúfa þau beint í hehehe...

Síðustu helgi fórum við í agalega fínt matarboð hjá Atla á föstudeginum. Elska að sitja í góðra vina hópi, borða góðan mat og drekka gott vín með. Ekkert fyllerísrugl það kvöldið ;) Hinsvegar var svo partý hjá okkur á laugardagskvöldið eftir stutt innlit í afmælið hennar Helgu Daggar. Það kvöld endaði óvart með djammi til 6. Enda var það ansi þunn Helga sem mætti í vinnuna á sunnudaginn. Ég var farin að vorkenna Sverri greyinu undir lokin þegar ég var alveg hætt að geta hugsað og lá alveg utan í honum hehe. Held reyndar að ég hafi jafnvel verið orðin veik, svona alveg til að toppa þynnkuna.

Ætla að reyna að taka því rólega um helgina þar sem það eru svo alveg þrjár helgar eftir það planaðar, eða voru það fjórar..?

Smelli einni Sheriff style með ;)

Ciao, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com