fimmtudagur, apríl 12, 2007
Komin í frí.
Átti ágætisfrí um páskana. Djammaði á föstudaginn langa í Hveró með Palla og Dísu. Var á laugardagskvöldinu hjá pabba og mömmu ásamt allri fjölskyldunni. Páskamaturinn var því á laugardeginum þetta árið og var svo spilað um kvöldið. Á páskadag var ég hjá pabba og mömmu en ákvað svo á síðustu stundu að skella mér í bæinn á djammið með Atla. Skemmti mér mjög vel og var ótrúlegt en satt samferða Íslending upp Laugaveginn í þetta skiptið, hehe.
Fór að vinna í gær en er svo komin aftur í frí. Fór í klippingu í morgun og eyddi svo restinni af deginum í nákvæmlega ekki neitt. Verð að viðurkenna að það er alveg kósý að slappa af en ég held að ég megi samt ekki slaka alveg svona mikið á í fríinu mínu. Fyrir utan það að ég á að heita að vera í keppni, verð að taka mig á. Það væri ekkert leiðinlegt að vinna 45 þúsund og líta vel út í þokkabót ;o)
Ósk átti afmæli í gær. Við kíktum á kaffihús í tilefni dagsins en komum fyrst við hjá nágrannanum hennar til að skoða íbúð sem hann er að fara að leigja. Því miður þá er þessi gaur eitthvað spes þannig að ég vil ekki leigja af honum. Það hefði bara verið snilld að búa á sama stigagangi og Ósk.
Er búin að vera að skoða utanlandsferðir með pabba og mömmu í kvöld. Það er víst ekki enn búið að afskrifa að við förum út. Gæti þessvegna verið að við förum til La Grande Motte, þar sem afi og amma eiga íbúð. Þetta kemur samt allt í ljós.
Núna er orðið minna en tvær vikur í Köben og ég farin að panika yfir árshátíðarkjól og skóm. Ég var að máta aftur kjólinn sem ég ætlaði að nota og hann er ekki lengur nógu flottur á mér. Greinilega búin að breytast töluvert í vextinum síðan í desember :-/ Merkilegt hvað maður þarf alltaf að kaupa allt á sama tíma. Meikið klárast, kremið, ilmvatnið, maskarinn og vaxið allt í sama mánuðinum og þar að auki í sama mánuði og maður þarf að fara í klippingu, fara til Köben á árshátíð, redda árshátíðardressi og helst að fara í ljósatíma til að líta ekki út eins og liðið lík á árshátíðinni. Úff, ég var búin að gleyma öllum kostnaðinum í kringum árshátíðar. Ekki nema ég sleppi þessu öllu. Fari bara berfætt í hippakjólnum mínum og ómáluð, segist vera að mótmæla lífsgæðakapphlaupinu eða eitthvað álíka. Gæti jafnvel verið með blóm í hárinu, hehe ;o)
Jæja, ég sem var ekki einu sinni að nenna að blogga er búin að skrifa þvílíka ritgerð! Ætli það sé ekki best að skríða upp í rúm með bók eftir "erfiðan dag" hehe ;o)
Góða nótt, Helga.
|
Átti ágætisfrí um páskana. Djammaði á föstudaginn langa í Hveró með Palla og Dísu. Var á laugardagskvöldinu hjá pabba og mömmu ásamt allri fjölskyldunni. Páskamaturinn var því á laugardeginum þetta árið og var svo spilað um kvöldið. Á páskadag var ég hjá pabba og mömmu en ákvað svo á síðustu stundu að skella mér í bæinn á djammið með Atla. Skemmti mér mjög vel og var ótrúlegt en satt samferða Íslending upp Laugaveginn í þetta skiptið, hehe.
Fór að vinna í gær en er svo komin aftur í frí. Fór í klippingu í morgun og eyddi svo restinni af deginum í nákvæmlega ekki neitt. Verð að viðurkenna að það er alveg kósý að slappa af en ég held að ég megi samt ekki slaka alveg svona mikið á í fríinu mínu. Fyrir utan það að ég á að heita að vera í keppni, verð að taka mig á. Það væri ekkert leiðinlegt að vinna 45 þúsund og líta vel út í þokkabót ;o)
Ósk átti afmæli í gær. Við kíktum á kaffihús í tilefni dagsins en komum fyrst við hjá nágrannanum hennar til að skoða íbúð sem hann er að fara að leigja. Því miður þá er þessi gaur eitthvað spes þannig að ég vil ekki leigja af honum. Það hefði bara verið snilld að búa á sama stigagangi og Ósk.
Er búin að vera að skoða utanlandsferðir með pabba og mömmu í kvöld. Það er víst ekki enn búið að afskrifa að við förum út. Gæti þessvegna verið að við förum til La Grande Motte, þar sem afi og amma eiga íbúð. Þetta kemur samt allt í ljós.
Núna er orðið minna en tvær vikur í Köben og ég farin að panika yfir árshátíðarkjól og skóm. Ég var að máta aftur kjólinn sem ég ætlaði að nota og hann er ekki lengur nógu flottur á mér. Greinilega búin að breytast töluvert í vextinum síðan í desember :-/ Merkilegt hvað maður þarf alltaf að kaupa allt á sama tíma. Meikið klárast, kremið, ilmvatnið, maskarinn og vaxið allt í sama mánuðinum og þar að auki í sama mánuði og maður þarf að fara í klippingu, fara til Köben á árshátíð, redda árshátíðardressi og helst að fara í ljósatíma til að líta ekki út eins og liðið lík á árshátíðinni. Úff, ég var búin að gleyma öllum kostnaðinum í kringum árshátíðar. Ekki nema ég sleppi þessu öllu. Fari bara berfætt í hippakjólnum mínum og ómáluð, segist vera að mótmæla lífsgæðakapphlaupinu eða eitthvað álíka. Gæti jafnvel verið með blóm í hárinu, hehe ;o)
Jæja, ég sem var ekki einu sinni að nenna að blogga er búin að skrifa þvílíka ritgerð! Ætli það sé ekki best að skríða upp í rúm með bók eftir "erfiðan dag" hehe ;o)
Góða nótt, Helga.