þriðjudagur, janúar 30, 2007
Flutningar, enn og aftur...
Þá er ákveðið að ég flyt á Hverfisgötuna, bara nokkrum skrefum frá þar sem ég bý núna, hehe. Flyt örugglega í lok febrúar eða í síðasta lagi 1. mars. Verð á Hverfisgötunni þangað til í ágúst, en þá fer ég á Vífilsgötuna. Og já mamma, ég er loksins búin að fara í heimsókn til Guðnýjar. Íbúðin er fín, hehe :o)
Ósk var kosin í starfsmannafélagið, SVO, á föstudaginn þannig að Team Ósk fagnaði sigri á Hverfisbarnum ásamt fríðu föruneyti ;o)
Ég hef ekki frá neinu merkilegu að segja, langaði bara að tjá mig um flutningana :o)
Au revoir, Helga.
P.S. Var að setja inn myndir frá föstudagskvöldinu.
|
Þá er ákveðið að ég flyt á Hverfisgötuna, bara nokkrum skrefum frá þar sem ég bý núna, hehe. Flyt örugglega í lok febrúar eða í síðasta lagi 1. mars. Verð á Hverfisgötunni þangað til í ágúst, en þá fer ég á Vífilsgötuna. Og já mamma, ég er loksins búin að fara í heimsókn til Guðnýjar. Íbúðin er fín, hehe :o)
Ósk var kosin í starfsmannafélagið, SVO, á föstudaginn þannig að Team Ósk fagnaði sigri á Hverfisbarnum ásamt fríðu föruneyti ;o)
Ég hef ekki frá neinu merkilegu að segja, langaði bara að tjá mig um flutningana :o)
Au revoir, Helga.
P.S. Var að setja inn myndir frá föstudagskvöldinu.
fimmtudagur, janúar 25, 2007
2007 - Ár ferðalaga
Já, það lítur út fyrir að ég muni verða dugleg að ferðast á þessu ári. Alls ekki slæmt, bara spurning um að láta peningahliðina ganga upp ;o)
Hef ekkert verið að blogga þar sem ég er bara búin að vera of busy að njóta lífsins. Er alltaf að djamma, hitta vinina, fara í bíó og svo er reyndar búið að vera ansi mikið að gera í vinnunni líka :o)
Við Ósk fórum í síðustu viku að sjá Little Miss Sunshine og svo fórum við á Apocalypto á þriðjudaginn. Báðar myndirnar mjög góðar. Svo á ég 2 fyrir 1 á Flags of Our Fathers sem mig langar dáldið að sjá. Þarf að kíkja á hana.
Framundan er líka nóg um að vera þannig að ég á pottþétt ekkert eftir að vera sérstaklega dugleg að blogga. Reyni samt að vera dugleg að henda inn myndum.
Verð líka að minnast á að í Blaðinu á þriðjudaginn var viðtal við nágranna okkar Óskar, Bibba Curver, þar sem hann hefur þetta um okkur að segja: "Ekki mikið um dúndrandi næturlíf í sjálfri íbúðinni þó ég fari nær aldrei að sofa fyrir miðnætti. Nágrannastelpurnar hafa séð um partíin og hljóðmengunina sem getur verið hræðilega pirrandi, sértaklega þegar vinir þeirra spila á kassagítar og stjórna fjöldasöng." Við hreinlega dóum úr hlátri þegar við lásum þetta, hehe...
Ciao, Helga.
|
Já, það lítur út fyrir að ég muni verða dugleg að ferðast á þessu ári. Alls ekki slæmt, bara spurning um að láta peningahliðina ganga upp ;o)
Hef ekkert verið að blogga þar sem ég er bara búin að vera of busy að njóta lífsins. Er alltaf að djamma, hitta vinina, fara í bíó og svo er reyndar búið að vera ansi mikið að gera í vinnunni líka :o)
Við Ósk fórum í síðustu viku að sjá Little Miss Sunshine og svo fórum við á Apocalypto á þriðjudaginn. Báðar myndirnar mjög góðar. Svo á ég 2 fyrir 1 á Flags of Our Fathers sem mig langar dáldið að sjá. Þarf að kíkja á hana.
Framundan er líka nóg um að vera þannig að ég á pottþétt ekkert eftir að vera sérstaklega dugleg að blogga. Reyni samt að vera dugleg að henda inn myndum.
Verð líka að minnast á að í Blaðinu á þriðjudaginn var viðtal við nágranna okkar Óskar, Bibba Curver, þar sem hann hefur þetta um okkur að segja: "Ekki mikið um dúndrandi næturlíf í sjálfri íbúðinni þó ég fari nær aldrei að sofa fyrir miðnætti. Nágrannastelpurnar hafa séð um partíin og hljóðmengunina sem getur verið hræðilega pirrandi, sértaklega þegar vinir þeirra spila á kassagítar og stjórna fjöldasöng." Við hreinlega dóum úr hlátri þegar við lásum þetta, hehe...
Ciao, Helga.
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Myndir!
Var að henda inn í gær myndum frá Köben. Hver veit nema ég hendi rest inn í kvöld ;o)
Kveðja, Helga.
|
Var að henda inn í gær myndum frá Köben. Hver veit nema ég hendi rest inn í kvöld ;o)
Kveðja, Helga.