<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 28, 2006

Besta frétt dagsins
...er klárlega að Thelma ætlar að koma á Sölvaball. Það þýðir bara eitt, það verður sko djammað á morgun ;o)

Annars er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég er farin að efast um að ég nái að komast í litun og plokkun til Sólveigar og það sem er ennþá verra, að ég fái ekki hlýra á flotta kjólinn minn fyrir gamlárskvöld. Sigrún ætlaði að reyna að redda mér, en ég er ekki einu sinni búin að komast til að kaupa hlýrana á kjólinn :(

Jólin voru afar róleg og notaleg í Hveró. Þetta var samt allt mjög skrýtið. Að öllu leyti nýtt fyrir mér og óvanalegt.

Svo ég haldi áfram að vaða úr einu í annað. Ég elska Sigur Rós. Veit ekki hvar ég væri án þeirra. Ég lifi ennþá á tónleikunum sem ég fór á í sumar. Ahhh... sæla... Búin að keyra töluvert í dag, með Sigur Rós í botni allann tímann, aftur og aftur og aftur.

Jæja, ætla að halda áfram að vera steikt að hanga niðrí vinnu utan vinnutíma. Er frekar súr í dag.

Kveðja, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com