laugardagur, október 28, 2006
Endalaus gleði og nóg að gera
Já það er sko búið að vera nóg um að vera síðan ég flutti á Laugaveginn og það er alveg slatti framundan.
Í gær kíkti ég aðeins í partý til Berglindar en stoppaði reyndar ekki lengi. Svo á eftir er ég að fara að hitta Kötu súkkulaði og í kvöld er karla og konukvöld hjá Vodafone. Á mánudaginn er ég svo að fara að sjá Mýrina í bíó, hlakka geðveikt til.
Á morgun ætla ég að sjá hvort heilsan leyfi mér að skreppa aðeins í Hveró, hehe. Langar rosalega í sunnudagsbrunch í bakaríinu en efast einhvernveginn um að ég verði vöknuð nógu snemma ;o)
Síðustu helgi fór ég í brunch til afa og ömmu og frétti þar að Palli bróðir hefði verið að koma heim frá L.A. þar sem hann var að spila með Barða. Maður er greinilega alltaf síðastur með fréttirnar ;o) en ég verð bara að segja að ég er ótrúlega stolt af bróðir mínum. Ég þekki fáa sem geta sinnt jafn mörgum verkefnum og hann í einu og svo er hann að sjálfsögðu besti trommarinn (mjög hlutlaust mat, hehe ;o).
Annars veit ég að ég er ekki nógu dugleg að spjalla við bræður mína og fá af þeim fréttir, veit t.d. ekkert hvað Hjörtur er að gera þessa dagana. Hins vegar veit ég að Hjalti er kominn með bílpróf. Til hamingju með það litli ;o)
En jæja, best að hætta þessu bulli, koma sér á fætur og fara að hitta Kötu :o)
Heyrumst, Helga.
|
Já það er sko búið að vera nóg um að vera síðan ég flutti á Laugaveginn og það er alveg slatti framundan.
Í gær kíkti ég aðeins í partý til Berglindar en stoppaði reyndar ekki lengi. Svo á eftir er ég að fara að hitta Kötu súkkulaði og í kvöld er karla og konukvöld hjá Vodafone. Á mánudaginn er ég svo að fara að sjá Mýrina í bíó, hlakka geðveikt til.
Á morgun ætla ég að sjá hvort heilsan leyfi mér að skreppa aðeins í Hveró, hehe. Langar rosalega í sunnudagsbrunch í bakaríinu en efast einhvernveginn um að ég verði vöknuð nógu snemma ;o)
Síðustu helgi fór ég í brunch til afa og ömmu og frétti þar að Palli bróðir hefði verið að koma heim frá L.A. þar sem hann var að spila með Barða. Maður er greinilega alltaf síðastur með fréttirnar ;o) en ég verð bara að segja að ég er ótrúlega stolt af bróðir mínum. Ég þekki fáa sem geta sinnt jafn mörgum verkefnum og hann í einu og svo er hann að sjálfsögðu besti trommarinn (mjög hlutlaust mat, hehe ;o).
Annars veit ég að ég er ekki nógu dugleg að spjalla við bræður mína og fá af þeim fréttir, veit t.d. ekkert hvað Hjörtur er að gera þessa dagana. Hins vegar veit ég að Hjalti er kominn með bílpróf. Til hamingju með það litli ;o)
En jæja, best að hætta þessu bulli, koma sér á fætur og fara að hitta Kötu :o)
Heyrumst, Helga.