<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 21, 2006

Dagur / nótt

Ég sver það að ef 16-24 vinnuvika byrjar á að ég fer of seint að sofa, þá verður sólarhringurinn algjörlega á röngunni hjá mér það sem eftir er vikunnar. Getur verið hrikalega pirrandi. Sérstaklega þegar klukkan er orðin 5 á laugardagsmorgni og ég ekkert að sofna. Veit að mánudagurinn á 8-16 vakt verður hrikalega erfiður. Damn...

Langar svo að spjalla við einhvern núna en að sjálfsögðu er allt heilbrigt fólk sofandi á þessum tíma sólarhrings, eða að djamma ;o)

Annars var Helga Dögg að senda mér þessa fínu mynd af mér úr afmælinu mínu. Þar sem mér finnst ekkert alltof algengt að það náist góðar myndir af mér (Helga og Ingó, ekki orð um andsetnar myndir) þá ákvað ég að skella henni hérna inn :o)

Annars ætla ég að fara að reyna að sofna yfir Friends þar sem ég hafði hugsað mér að mæta í brunch til afa og ömmu kl 11, ss eftir 6 tíma, úfff.... Góða nótt.


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com