<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 04, 2006

Spurning hvort það sé kominn tími á eitt rólegt kvöld?

Fór á Sólon í gærkvöldi með vinnufélögunum. Rosa stuð á okkur eins og alltaf og vorum að sjálfsögðu með síðasta fólkinu út af staðnum :o)Ella klikkar að sjálfsögðu aldrei í fjörinu, þó að sumar ónafngreindar hafi ekki enst jafn lengi ;o) hehe.



Thelma á 25 ára afmæli í dag. Til hamingju sætust! Vildi að ég gæti knúsað þig, það verður bara að bíða aðeins.

Hún fékk nýjan síma í afmælisgjöf, thank god, þannig að núna er hægt að hringja í hana, jei :o)

Mig grunaði að ég myndi ekki ná að komast yfir allt í gær. Þarf því að útrétta í dag og skúra gólfin, bleh... Er að deyja úr leti þannig að ég er ekki alveg að nenna þessu ;o)

Annars sé ég að frænkur mínar hafa verið að blogga um óheppni. Spurning hvort það sé eitthvað að ganga núna? Ég var svo stolt af því að vera ekki búin að slasa mig í lengri tíma, ég held bara að það sé alveg að verða eitt og hálft ár síðan ég slasaði mig eitthvað illa síðast. Því "lucky strike" lauk á þriðjudaginn. Rak tána í og ég er farin að halda að ég hafi brotið upp 8 ára gamalt brot. Allavegana er ég mjög skrautleg, það virðist vera að koma fram blæðingar og mar. Spennandi að vera svona á Mallorca, kemst varla einu sinni í skó. Vaknaði svo með hálsbólgu í morgun, svona bara til að toppa þetta!

Finnst ég samt ekki hafa neinn rétt til að kvarta, er í fríi, fer til Mallorca eftir 5 daga og er bara að hafa það drullufínt að dúllast í fríinu mínu.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com