<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Nóg að gera.

Well, tíminn flýgur eins og óð fluga. Strax kominn fimmtudagur í fyrstu viku sumarfrís. Búin að gera helling, en á ennþá helling eftir. Afrekaði til dæmis að missa að mestu leyti af sólinni þessa 2 daga sem hún sýndi sig. Búin að fara út í bjór 2 kvöld í röð og er að fara í kvöld á Sólon. Endaði meira að segja í smá partýi á þriðjudagskvöldið. Held ég hafi aldrei áður farið í partý á venjulegu þriðjudagskvöldi, hehe ;o)

Fór í gær í jarðaför Birkis. Þetta var ótrúlega falleg athöfn og ég held að það sé óhætt að segja að það hafi tekist vel að heiðra minningu hans persónu. Þetta var mjög sérstakt, sérstaklega að labba inn í kirkjuna með rokktónlist á fóninum.

Ég er búin að fara í allt of margar jarðafarir á allt of stuttum tíma. Mér allavegana finnst ekkert sérstaklega jákvætt að vera farin að kunna algengustu útfararsálmana. Ég verð samt að segja að það gleður mann þegar vel tekst til í að heiðra persónuna eins og í gær hjá Birki og í síðustu viku hjá Braga. T.d. söng Magnús Þór einsöng í jarðaför Braga þrjú lög eftir þá tvo.

Ég var að vinna í Eden þegar Bragi var að semja þessa texta og þegar hann og Magnús tóku upp fyrsta lagið. Ég fékk að njóta þess heiðurs að vera ein af þeim fyrstu sem fékk að heyra fyrst ljóðin og svo lögin. Það gladdi mig því mikið að heyra þessi þrjú lög í jarðaförinni og svona einstaklega vel sungin af Magnúsi.

Þetta var smá útúrdúr en allavegana, þá er ég búin að fara í klippingu í dag, stefni á að klára íbúðina (það skal hafast núna ;o) og þarf svo að útrétta aðeins meira áður en haldið verður á Sólon. Vona að ég nái að komast yfir þetta allt þannig að það eina sem ég eigi þá eftir að gera næstu daga verði að þvo þvott og pakka niður fyrir Mallorca :o)

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com