<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 05, 2006

Letilíf...

Er ein í kotinu í dag og á morgun þar sem Jónki fór austur að vinna. Er bara að hafa það gott, þvo þvott, horfa á sjónvarpið og hanga í tölvunni :o) Var á msn og fékk boð í hvítlaukspizzu hjá Sigrúnu Reddara í kvöld. Hljómar mjög vel, mmmm... Eini gallinn er að það þýðir að ég þurfi að klæða mig í dag, hehe ;o) Held samt að það verði alveg vel þess virði.

Gleðifréttir dagsins eru að ég er farin að geta hreyft tána þannig að hún er nú líklegast ekki brotin :o) Marið er líka strax farið að minnka þannig að kannski verður þetta ekki svo slæmt þegar ég fer út.

Fór í gær að útrétta. Fór loksins með skóna mína í viðgerð, sótti ÚTSKRIFTARMYNDIRNAR mínar (aðeins 5 ár síðan ég útskrifaðist), lét stilla gleraugun mín (ár síðan ég fékk þau) og fleira sem ég er búin að draga allt of lengi.

Er líka loksins farin að fá iPod-inn minn til að virka almennilega (takk Ingó :o) þannig að það er eintóm hamingja í gangi á þessum bæ, hehehe ;o)

Well, best að henda í næstu vél. Sjáumst vonandi á djamminu á morgun =D

Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com