miðvikudagur, júlí 26, 2006
Kveðja.
Í dag kvaddi ég kæran vin, Braga Einarsson, eða betur þekktur sem Bragi í Eden. Mig langar af því tilefni að votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð og skrifa nokkur orð.
Bragi hefur alltaf reynst mér mjög vel þau 8 ár sem ég hef þekkt hann. Hann, Karen og Olga hafa verið mér sem önnur fjölskylda og hjálpað mér með ýmislegt. Þau og Gógó kenndu mér að vinna og mér finnst þau eiga stóran þátt í hvað mér hefur gengið vel í mínu starfi.
Bragi átti alltaf til bros, kátínu, gleði og hlýju. Hann heilsaði mér alltaf með því að leggja hönd sína á kinnina á mér og brosti svo blítt. Mér þótti alltaf svo vænt um það. Ég mun alltaf sjá hann þannig fyrir mér. Einnig heyri ég hann raula: "Manst' ekk' eftir mér? Mikið líturðu vel út beibí, frábært hár..." Ég nefnilega ákvað að mæta í sparifötunum í vinnuna á Þorláksmessu 2001. Þegar hann sá mig mætta svona fína (var venjulega í gallabuxum og stuttermabol og ómáluð ;o), þá söng hann þetta með stríðnisglotti :o) Ég á fullt af svona skemmtilegum minningum um Braga og ég er þakklát fyrir það.
Kæra Eden fjölskylda, Guð megi vera með ykkur.
Ég fann mynd af Braga á netinu og ákvað að skella henni með.
Helga.
|
Í dag kvaddi ég kæran vin, Braga Einarsson, eða betur þekktur sem Bragi í Eden. Mig langar af því tilefni að votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð og skrifa nokkur orð.
Bragi hefur alltaf reynst mér mjög vel þau 8 ár sem ég hef þekkt hann. Hann, Karen og Olga hafa verið mér sem önnur fjölskylda og hjálpað mér með ýmislegt. Þau og Gógó kenndu mér að vinna og mér finnst þau eiga stóran þátt í hvað mér hefur gengið vel í mínu starfi.
Bragi átti alltaf til bros, kátínu, gleði og hlýju. Hann heilsaði mér alltaf með því að leggja hönd sína á kinnina á mér og brosti svo blítt. Mér þótti alltaf svo vænt um það. Ég mun alltaf sjá hann þannig fyrir mér. Einnig heyri ég hann raula: "Manst' ekk' eftir mér? Mikið líturðu vel út beibí, frábært hár..." Ég nefnilega ákvað að mæta í sparifötunum í vinnuna á Þorláksmessu 2001. Þegar hann sá mig mætta svona fína (var venjulega í gallabuxum og stuttermabol og ómáluð ;o), þá söng hann þetta með stríðnisglotti :o) Ég á fullt af svona skemmtilegum minningum um Braga og ég er þakklát fyrir það.
Kæra Eden fjölskylda, Guð megi vera með ykkur.
Ég fann mynd af Braga á netinu og ákvað að skella henni með.
Helga.