<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Já, ég er á lífi...

Þó ég hafi verið í vafa fyrr í dag. Veit ekki hvað er málið en ég rétt hafði mig framúr kl hálf tólf. Horfði á My Sweet Fat Valentina og Granna og dó svo aftur og svaf til hálf þrjú. Þá vakti Jónki mig! Frekar spes. Grunar að það sé of stutt í sumarfrí :-P

Á laugardaginn verður djammað. Það verður golfferð sOg og svo ætlum við þjónustuvers gellurnar að hafa stelpupartý um kvöldið :o) Þetta verður skrautlegt og skemmtilegt ef ég þekki okkur rétt ;o)

Helgina eftir verður svo líklegast útilega. Það er ekki alveg komið á hreint hvort það verði ættarmót hjá Jónka fjölskyldu eða ekki, en ég held að ég reyni bara samt að plata Jónka í útilegu.

Ég gerði merkilega uppgötvun núna áðan. Það er klakavél hérna uppi þannig að ég get drukkið ííssskalllllt vatn allann daginn. Mmmmm.... ;o)

Ég var að finna ótrúlega skemmtilega leikjasíðu. Þarf svo að setja hana í linkana hjá mér. Þetta er s.s. http://justfreegames.com/ og langar mig sérstaklega að benda á ótrúlega skemmtilegan Bubbles leik sem er þarna.

Enjoy,
Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com