<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 29, 2006

Flutningar og Nick Cave.

Jæja. Þá er þjónustuverið búið að flytja niðrí Skútuvog. Ég verð nú bara að segja að þetta er ansi glæsilegt og ekki var verra að fá svona hitabolla í dag ;o)

Ég ákvað svo að leyfa mér að eyða aðeins meiri peningum í dag og splæsti á miða fyrir okkur Jónka á tónleikana með Nick Cave. Finnst þetta reyndar ansi dýrt en ákvað að gefa skít í það, hehe... :o)

Ég er voðalega eitthvað ein í heiminum núna. Jónki að vinna fyrir austan þannig að ég notaði gærkvöldið í að horfa á sjónvarpið. Vá hvað var orðið langt síðan ég tók mér svona sjónvarpskvöld síðast. Svo eru Helga og Ingó búin að bjóða mér í mat í kvöld. Er einmitt að hugsa um að fara að drífa mig þangað.

Var ég búin að segja að ég fór á ættarmót í Bárðardal í 18 stiga hita og sól? Kom heim nánast í duftformi, brann bara pínu smá ;o)

Jæja, best að drífa sig. Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com