þriðjudagur, maí 09, 2006
Mont, mont.
Var að elda fisk í fyrsta skipti á ævinni og það heppnaðist rosalega vel, þó ég segi sjálf frá :o) Ég tel ekki með að elda Ora fiskibollur í karrý ;o) Þetta er ótrúlega einföld uppskrift er að spá í að skella henni bara hérna inn:
Ýsa með karrý og eplum.
2 meðalstór ýsuflök.
3 græn epli (ég notaði reyndar rauð).
1 tsk karrý (ég notaði reyndar 2 tsk).
olía.
salt.
Skerið ýsuflökin í 3-4 cm breiða bita og saltið þá.
Afhýðið eplin og rífið þau niður eða saxið (ég skar þau bara í bita).
Hitið olíuna á pönnu á meðan.
Bætið eplamaukinu og karrýinu á heita pönnuna og blandið vel.
Leggið fiskbitana oná og látið krauma í c.a. 10 mín.
Voilá!!!
Ég reyndar á enga nógu stóra pönnu þannig að ég byrjaði á að setja þetta á pönnuna en setti þetta svo í eldfast mót og hafði þetta fyrst í 10 mínútur í ofninum á 200°C og setti svo álpappír yfir og hafði þetta í 5 mínútur í viðbót. Sjúklega gott :-þ Hafði svo hvítlauksbrauð með þessu.
Endilega prófið þetta. Þetta er rosalega fljótlegt og gott og ekki dýrt ef þið fáið ýsu á góðu verði.
Kveðja, Helga.
|
Var að elda fisk í fyrsta skipti á ævinni og það heppnaðist rosalega vel, þó ég segi sjálf frá :o) Ég tel ekki með að elda Ora fiskibollur í karrý ;o) Þetta er ótrúlega einföld uppskrift er að spá í að skella henni bara hérna inn:
Ýsa með karrý og eplum.
2 meðalstór ýsuflök.
3 græn epli (ég notaði reyndar rauð).
1 tsk karrý (ég notaði reyndar 2 tsk).
olía.
salt.
Skerið ýsuflökin í 3-4 cm breiða bita og saltið þá.
Afhýðið eplin og rífið þau niður eða saxið (ég skar þau bara í bita).
Hitið olíuna á pönnu á meðan.
Bætið eplamaukinu og karrýinu á heita pönnuna og blandið vel.
Leggið fiskbitana oná og látið krauma í c.a. 10 mín.
Voilá!!!
Ég reyndar á enga nógu stóra pönnu þannig að ég byrjaði á að setja þetta á pönnuna en setti þetta svo í eldfast mót og hafði þetta fyrst í 10 mínútur í ofninum á 200°C og setti svo álpappír yfir og hafði þetta í 5 mínútur í viðbót. Sjúklega gott :-þ Hafði svo hvítlauksbrauð með þessu.
Endilega prófið þetta. Þetta er rosalega fljótlegt og gott og ekki dýrt ef þið fáið ýsu á góðu verði.
Kveðja, Helga.